Heim Föstudagsviðtalið Karel Rafnsson

Karel Rafnsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 168 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver er þessi Karel og hvaðan er maðurinn?

Karel er innan úr Eyjafirði, sveitastrákur með gersamlega ólæknandi bíladellu sem flutti til Akureyrar og hefur búið þar að mestu síðan.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Er sölustjóri hjá Netkerfum og Tölvum á Akureyri. Netkerfi sinna þjónustu við viðskiptavini og sölu á tölvutengdum búnaði á Norðurlandi. Hef að mestu verið í sölu og stjórnunarstörfum síðustu 20 árin eða svo, enda finnst mér afar gaman af samskiptum við viðskiptavini og samstarfsmenn.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna í kringum 7 leytið og dríf mig af stað í vinnuna. Vinnudagarnir eru afar erilsamir og því er það oftast mín upplifun að klukkutíma síðar sé dagurinn búinn…þó að raunveruleikinn sé kannski annar ?. Það góða við þetta er þó að mér leiðist aldrei. Fer svo oftast að loknum vinnudegi og brasa í bílunum mínum í smástund og svo tekur fjölskyldan við til loka dags.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Vorin eru yfirleitt annasamur tími í mínu starfi. Allir vilja klára sín verkefni fyrir sumarið og því er mikið í gangi. Svo þarf að sinna fornbílunum, bóna og græja til að maður komist á rúntinn yfir sumartímann. Síðast en ekki síst er ferming í barnahópnum….sem sagt fullt í gangi.

 

Hvert er draumastarfið?

Ég er svo heppinn að ég hlakka alltaf til að komast í vinnuna mína á morgnana, er ég þá ekki bara í draumastarfinu núna?

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Það er án efa að eignast og taka þátt í uppeldi barnanna minna….það er ekkert sem sigrar það.

 

Lífsmottó?

Lifa í dag….veist ekkert hvort það er morgundagur.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Bilað söngleikjafan, hlusta á söngleiki í að minnsta kosti klukkutíma á dag…núna er það Hamilton eftir Lin Manuel Miranda, meistarverk.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa mér fullt fullt af Chevrolettum……kannski bjóða fjölskyldunni til útlanda í leiðinni.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Helgi og Hljóðfæraleikararnir, án efa ein besta sveitin á byggðu bóli.
200þús naglbítar….synd að ekkert heyrist frá þeim núorðið…
Það stenst eiginlega ekkert samanburð við þessa tvo, þannig að ég læt vera að nefna fleiri.

 

Býr tæknipúki í þér?

Nei, og það er frekar merkilegt miðað við að ég er búinn að vinna í tölvugeiranum í meira en 20 ár, alltaf umkringdur tölvunördum,

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10. Ekki það besta sem hefur komið frá Microsoft, en dugar.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy S7, algerlega frábær græja.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Mætti vera með lengri rafhlöðu, annars frábært tæki í alla staði.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Hann er eiginlega skrifstofan mín, gæti trúað að ég tali í farsímann minn í amk. 2 klukkutíma á dag og þess utan fer dágóður tími í tölvupóstlestur.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Siemens græja, svínvirkaði samt þó hann þætti kannski ekki merkilegur í dag.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Ekki hugmynd…mér tekst einhvernveginn aldrei að enda símana mína meira en kannski 9-12 mánuði þannig að ég fæ alltaf nýjan á árs fresti eða svo. Á meðan sá nýji er betri en sá síðasti er ég alsæll.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Það væri þá helst heimasíða Hewlett Packard, bæði fyrir PC og netþjónana, HP Enterprice.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Bara gleði og friður.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira