Heim Föstudagsviðtalið Karl Gunnar Jónsson

Karl Gunnar Jónsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 167 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver er þessi Karl Gunnar og hvaðan er maðurinn?

Ástandsflóttamaður frá Hafnarfirði. Dallas meðlimur. Málaliði. Ástmaður. Kafari. FHingur. Dan Van Dango. Í föstu formi, bráðum fertugur, fljótfær og fitnandi.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Er í dag að forrita kerfi fyrir hæstarétt noregs. Fyrir tækniferilinn var ég að pakka plastpokum í plaspoka hjá Plastco, rótari hjá Pöpunum, steypa álver, plötusnúður og kynnir á Vegas o.s.fr.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Hjóla, lest, vinna, lest, hjóla, klukkutíma lögn, borða, sófi, frjáls tími, þáttur, sofa.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Er að klára þriðju EP plötuna www.danvandango.com og undirbúa mig fyrir triathlon vegna fitumagns.

 

Hvert er draumastarfið?

Frábær félagsskapur, frjáls mæting, góð laun, engin ábyrgð, mitchelin matur, óvænt skemmtiatriði, spa og mikil afköst til samfélagslegra umbóta.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Fæðingin. Það að mér tókst að hætta neyslu vímuefna 2004 og þegar að ég uppgötvaði köfun.

 

Lífsmottó?

Síbreytileg, einn dag í einu, Áfram FH í dag.

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Var valin prúðasti leikmaðuri Hauka á Tomma mótinu í eyjum. Fékk sokka í verðlaun.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Hérna kom togstreyta, myndi sennilega uppfæra einhverja dauða hluti, vinna minna, ferðast meira og er hrifin af góðgerðarsamtökunum Samferða sem myndu fá eitthvað til að friða samviskunna.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Dallas, PP.Pönk, Moskvitsj, Koi og Dan Van Dango

 

Býr tæknipúki í þér?

Pínulítill

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

W10

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung S7 edge

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Er að fíla fingrafara skannann og snerpuna.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Tónlist, samfélagsmiðla, myndatökur, fjarskipti og fleira.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Minnir að það hafi verið borðsími, og stuttu seinna fékk ég mér símsvara með segulbandi.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Best að vera laus við þetta. Annars var eftirpartý leitin erfið án þeirra…

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lapparinn fær reglulega heimsókn og svo kíki ég á www.digi.no annað slagið.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir spjallið, elska þig  <3

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira