Heim Föstudagsviðtalið Halldór Óli Kjartansson

Halldór Óli Kjartansson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 164 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver er þessi Halldór Óli og hvaðan er kjellinn?

Ég er gamall glímukappi úr KR s.s. vesturbænum sem flutti norður í sæluna. Ég ólst upp í vesturbæjarlaug og í vesturbæjarís sem gerir mig kannski að svona semí sunnan gaur en vill meina að ég sé búinn að ná mér í norðan sjarma líka. Ég á yndislega konu ,Jónínu eða Lúníu eins og ég kalla og 2 æðisleg börn. Jónína er ættuð frá Vopnafirði svo frídagarnir fara í það að keyra á milli Vopnafjarðar, Akureyrar og Reykjavíkur.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa hjá Markaðsstofu Norðurlands sem er ferðamála apparat og hef verið þar síðustu 5 ár. Ég hef alltaf verið mjög upptekinn af viðburðum og öllu sem tengist markaðssetningu og tækni. Ég var líklega einn sá fyrsti hérna fyrir norðan að ná kvartmilljón í media spend á facebook hérna forðum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Reyni að sleppa snoozinu sem tekst vanalega ekki, hendi mér í sturtu og geri mig sætan fyrir konuna. Börnin í leikskólann og við í vinnu. Pósturinn er skimaður og það sem krefst mikillar einbeitingar er klárað sem fyrst. Ég renni yfir Google Alerts og tjékka á socialinu. Dagurinn er frekar fljótur að líða og oft er ég á einhverju flakki. Ég sæki börnin og reyni svo að elda eitthvað gott ef ég kemst ekki hjá því.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég var að koma úr 50 manna kynnisferð á skíðaferð sem gekk vel enda alltaf gott að skíða fyrir norðan. Ég er að leggja af stað í allskonar verkefni í vinnunni eins og að taka þátt í að skipuleggja nýtt upplýsingaveitukerfi fyrir erlenda ferðamenn þróa allskonar og kynna Norðurland sem besta áfangastað Íslands.

 

Hvert er draumastarfið?

Ætli það sé ekki Branson fílingurinn nema ég vill vera meira með fjölskyldunni, eitthvað þarna á milli.

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Fjölskyldan og heimsmeistaratitill í Íslenskri glímu og fangbrögðum.

 

Lífsmottó?

Taka einn dag í einu og hlusta.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Glímudæmið er nokkuð sturlað.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Líklega mundi ég ekki segja frá því en létta heimilisbókhaldið og aðstoða fólk.
Sólarströnd með börnin kæmi svo sterklega til greina jafnvel daginn eftir vinninginn

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ef við tökum vesturbæinn þá er þetta eiginlega bara vesen.

 

Býr tæknipúki í þér?

Gríðarlegur púki, hann eltir mig líka og segir mér að kaupa allskonar dót sem ég þarf nauðsýnlega.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

W10

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 7+ 256

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Ég vill meina að hann sé það besta sem ég get fengið.
Kostir: Myndavél, hraði og stýrikerfið(markaðslega).
Galli: Tenging við fjarskiptakerfi, Batterí, engin hitamyndavél

 

Í hvað notar þú símann mest?

Facebook, Email, Hringja og taka myndir

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3210, í þessum náði maður að mastera snake

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Þarf ekki rafmagn til þess að virka og er alltaf vel tengdur. Það væri ekki verra ef hann mundi líka bara fylgja manni svo maður þyrfti ekki að muna eftir honum.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

lappari.com er vissulega Biblían en svo kemur theverge alltaf sterk inn

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Besta blandan er IOSogW10

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira