Heim Föstudagsviðtalið Gísli Marteinn Baldursson

Gísli Marteinn Baldursson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 162 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðtalið þessa vikuna er með nokkuð sérstöku sniði en sá sem átti að vera hér í dag, klikkaði á síðustu stundu. Ég leitaði því á náðir Twitter vina minna og viti menn, Gísli Marteinn Baldursson tók vel í hjálparbeiðni mína. Þetta gladdi mikið enda hef ég reglulega beðið hann um að taka þátt, eða alveg síðan 10.08.2013 🙂

 

 

Í stað þess að senda honum spurningar á tölvupósti eins og venja er þá svaraði hann spurningum mínum á Twitter en hér má sjá spjallið okkar.

 

Hver er þessi Gísli Marteinn og hvaðan er kallinn?

Ég er sjónvarpsmaður úr Breiðholtinu. Fór í Versló og flutti í Vesturbæinn á háskólaárunum. Elska borgir og Reykjavík langmest.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Sumsé dagskrárgerð á Rúv. Hef verið þar með hléum síðan 97. Farið í millitíðinni í borgarstjórn og í nám til Edinborgar og Boston.

Ef ekki í sjónvarpi, hvert væri þá draumastarfið?

Mjög margt er skemmtilegt. Ég væri til í að vinna við borgarskipulag, í nýsköpunarfyrirtæki, á kaffihúsi (helst mínu). Og fleira.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá Gísla Marteini?

Vakna, út að labba með Tinna, kaffi á @kaffivest, strætó í rúv, fundur með ritstjórninni, trufla annað fólk í vinnu, strætó heim. Heim kominn reyni ég að vera góður við dætur mínar og konu, elda stundum eitthvað gott og horfi á gott sjónvarp (stundum fótbolta)

 

Hvor er frægari á Íslandi, þú eða Logi Bergmann ?

Enginn er frægari en Logi Bergmann. Meðal annars dóttir hans er frægari en flestir í götunni okkar, samt eru þar sjónvstjörnur og þingmenn.

 

Hvað er mikilvægasta tæki heimilisins að þínu mati?

F utan klósettið, held ég að allir elski tölvurnar sínar mest. Og ráterinn. En við notum ennþá gamla B&O túbu sem fær mikla ást.

 

Eitthvað lífsmottó sem þú reynir að lifa eftir?

Alla daga reyni ég að vera gaurinn sem hundurinn minn @aevintyritinna heldur að ég sé.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég elska fallega bíla. (Mér finnst bara óþarfi að allir fari allra sinna ferða á þeim).

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég tek ekki þátt í neinum lottóum og hef ekki ambisjónir í að verða ríkur. Góðgerðamál og menntun dætra minna væri fínt.

 

Ef þú ættir að nefna fimm uppáhalds tónlistarmenn?

Megas, Kanye West, Father John Misty, Beyonce, Víkingur Heiðar.

 

Hvernig tölvu áttu og hvaða stýrikerfi er á henni?

MacBook Pro. OS X El Capitan.

 

Hvernig síma ertu með í dag og hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

iPhone 6. Batteríið er farið að klárast of snemma, sérstaklega í kulda. Annars frábær sími fyrir mínar þarfir.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Skv ‘battery usage’ er þetta mest Twitter, Safari, Slack, Tripadvisor, Messenger, Mail, Messages, Phone, Instagram, Kindle, Music.

 

Manstu hvernig fyrsti síminn sem þú fékkst þér var?

Algjörlega. Ógleymanlegur Nokia 5110. Ég var frekar seinn til að fá mér gsm. En ég vann á fréttastofunni og fékk lánaðan B&O síma.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég er enginn svaka tækjakall, og fylgist ekki með tæknisíðum. Ég horfði þó alltaf á Jobs í beinni!

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum, kannski skilaboð til lesenda inn í helgina?

Ég óska öllum góðrar helgar. Nú er ca jafn langt frá jólum og þar til sólin fer að lækka á lofti, svo njótið birtunnar og vorsins!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira