Heim Föstudagsviðtalið Elín Frímannsdóttir

Elín Frímannsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 160 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

 

Hver er þessi Elín og hvaðan er hún?

Ég er 28 ára Keflvíkingur sem býr í Sandgerði. Ég er sambúð með frábærum manni sem heitir Helgi, við eigum 3 ára ákveðinn ungling, hann Henning Smára og svo eigum við 9 ára Pug sem heitir Baron.
Ég flokka mig sem landsbyggðar túttu, bjó á Bakkafirði í nokkur ár og þaðan lá leiðin í Framhaldsskólann á Laugum þar sem ég lauk stúdentsprófi. Finnst virkilega gott að vera á Suðurnesjunum og vil helst ekki vera annars staðar.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er verslunarstjóri í Tölvulistanum og Heimilistækjum í Reykjanesbæ,
Ótrúlega skemmtileg vinna. Ég þrífst vel í þjónustustarfi og finnst gaman að aðstoða fólkið sem kemur við hjá okkur, spjalla við fastakúnna og ég tala nú ekki um hvað það er gaman að vinna í kringum öll tækin, er alltaf jafn spennt að taka inn nýja vörur, hvort sem það sé nýr blandari, uppþvottavél eða fartölva.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég hef lifandi vekjaraklukku í formi sonarins sem vekur mig milli 7 og 8, tek hann og sjálfa mig til fyrir daginn og við skottumst af stað. Ég er mætt í vinnuna upp úr 9, opna búðina kl 10 og við tekur afgreiðsla og ýmislegt sem við kemur búðinni.
Fyrirtækin eru með ótrúlega breytt vöruúrval og ég þarf að reyna eftir fremsta megni að hafa vörur sem eftirspurn er eftir. Við erum með opið til 18 og kvöldunum mínum er yfirleitt eytt í að reyna að koma kvöldmat eða mat í einhverju formi í unglinginn og svo kúr og lestur í Kindle.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Nóg að gera í vinnunni, uppeldinu og svo tel ég stíft niður í helgarferð sem bóndinn minn gaf mér í jólagjöf.

 

Hvert er draumastarfið?

Eitthvað skemmtilegt sem gefur mér tækifæri á að ferðast og borgar geggjað vel.

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Þegar ég og Helgi festum kaup á parhúsi 2014 og ég gengin tæpar 30 vikur. Svo mikil tímamót eitthvað að eiga von á fyrsta barni og kaupa fyrstu íbúðina að ég fæ bara gæsahúð við tilhugsunina.

En annars bara þetta viðtal…  🙂 🙂

 

Lífsmottó?

Hafðu gaman, njóttu og brostu!

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Er oft ekki með hægri og vinstri á hreinu .. þarf að kíkja á hendurnar á mér til að reyna muna hvort er hvað.

.. ekki samt segja neinum!

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég myndi líklegast eyða þessu á svona viku, þetta er ekki svo sturluð upphæð.

EN ég myndi kaupa mér hljómtæki. ÉG Á ENGIN HLJÓMTÆKI!

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

heimabærinn minn er bítlabærinn sjálfur, Keflavík.

 

Allir bestu tónlistarmenn landsins koma þaðan, það vita allir.

Suðurnesin eru annars mjög rík af tónlistarmönnum og hafa alltaf verið.

 

Býr tæknipúki í þér?

Nei nei … ekki spyrja foreldra mína, manninn minn eða vini samt, þau reyna að telja þér trú um annað.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

macOS 10.12 Sierra

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6s plús rose gold <3

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: Stýrikerfið og stærðin (liturinn).
Gallar : of breiður fyrir höndina á mér og þarf að nota tvær, má kannski segja að ég sé með of litlar hendur frekar?
Hef tekið eftir því að margir kvarta undan því að hann slökkvi á sér í kulda, tek ekki eftir því, aldrei kalt í Kebbblavík.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Samskiptamiðla og eftir að ég fékk mér plúsinn þá eiginlega flest allt, nota tölvuna orðið lítið.
Hugsa að iPad verði málið þegar þessi elska geispar golunni.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Fyrsti síminn sem ég keypti mér alveg sjálf var Sony Ericsson k700, það var sko myndavél á honum!! alveg heil 0,3 MP

Í minningunni var þetta geðveikt tæki .. hann var það samt aldrei.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

keyrir iOS, er ca 98% skjár, örlítið mjórri en 6s plús svo hann passi betur í hendina á mér og með stærri rafhlöðu en núverandi sími minn.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Fylgist ekkert sérstaklega með einhverju, rata verulega oft inná lapparann því Jón er alltaf að deila einhverju inná Twitter …

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir mig?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira