Heim Föstudagsviðtalið Davíð Rúnar Gunnarsson

Davíð Rúnar Gunnarsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 163 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver er þessi Dabbi Rún og hvaðan er kjellinn?

Dabbi Rún er Davíð Rúnar Gunnarsson sonur Gunna Frím ? og er frá Akureyri

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Á og rek Viðburðastofu Norðurlands en undir Viðburðastofunni eru einnig rekin fleiri minni félög eins og td Hoppukastalaleiga Norðurlands, Hljóðkerfaleiga Norðurlands, Sölutjaldaleiga Norðurlands. Einnig erum við komnir með núna fyrir sumarið, Instagram myndakassa og margt annað.

Síðustu árin eða áður en Viðburðastofan fór í gang þá sá ég um Sjallann og rak einnig Nýja bíó og ýmislegt annað í bland við hitt og þetta.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna rúmlega 7, kem börnum í skóla, skrepp í Átak og reyni að hreyfa mig. Síðan er það bara fjölbreytt og oft á tíðum grilluð vinna til 5- 6, fer eftir ástandi á toppstykkinu. Síðan er það bara normal fjölskyldupakki á virkum kvöldum en mjög oft vinna um helgar.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Er að vinna í að koma stóra auglýsingarskiltinu við Glerártorg og Smáratorg í góða keyrslu í bland við nokkrar árshátíðar stórra fyrirtækja sem vilja halda sitt game hér fyrir norðan með tilheyrandi brasi. Það þarf að leigja hús, hljómsveit, skemmtikrafta, veislustjóra, hljóð, ljós, svið og margir vilja fara í óvissu og hvataferðir um sveitir Eyjafjarðar.

 

Hvert er draumastarfið?

Dreymdi vel og lengi um að vera í starfinu hans Ron Jeremy en er ferlega sáttur þar sem ég er í dag 🙂

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Börnin en ekki hvað

 

Lífsmottó?

life´s what you make it…

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Kann ekki að hnýta bindishnút og get ekki lært það.

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Koma Hondu Prelude 90´s bílnum mínum á götuna í hvelli.
Fara í eitthvað svaka frí með fjölskylduna og reyna svo að fjárfesta eitthvað í framtíðinni.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Bestir og flottastir að mínu mati.

 • Kalli Örvars ekki spurning og auðvitað Atli bróðir.
 • Rúnar Eff Júró stjarna.
 • Dóri KÁ-AKÁ Rappari bæjarins.
 • Trausti Haralds semur flesta smelli Páls Óskars og var í Fantasíu (Gogglið það)
 • Baraflokkurinn.
 • Villi naglbítur
 • Skriðjöklar

ha er ég komin í meira en 5 nú ok… hellingur eftir

 

Býr tæknipúki í þér?

já þokkalega, enda gamall tæknimaður í húð og hár. Var ljósamaður í milljón ár, rak útvarpsstöðvar út um allt og tengdi sjálfur og er diskotekari enn í dag  🙂

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6 S Plus

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Verður batteríslaus um leið og smá kuldi gerir vart við sig, er eiginlega ekki hannaður fyrir íslenskar aðstæður

 

Í hvað notar þú símann mest?

 1. Tala
 2. Vafra á netinu
 3. Samfélagsmiðlar
 4. Tölvupóstur
 5. Tónlist

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

AT&T með mega loftneti en þetta var fyrsti GSM síminn sem var seldur í Radíonaust enda vissi enginn hvað þetta væri. Ég fékk fyrsta GSM símanúmer á Akureyri á sínum tíma og er enn með sama númer.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Eitthvað kvikindi sem les hvert ég vil hringja og senda skilaboð án þess að ég snerti hann og minnir mig á allt sem ég þarf að muna og auðvitað má ekkert fara fyrir honum.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Eingöngu Lappari.is það er það eina sem ég skoða á netinu.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Er hneykslaður á því hve seint ég er kallaður í þessa yfirheyrslu en annars Gleðilegt Sumar

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira