Heim Föstudagsviðtalið Sveinbjörn Pálsson

Sveinbjörn Pálsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 154 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Domino pizza

 

Hver er þessi Sveinbjörn og hvaðan er hann eiginlega?

Fæddur í breiðholtinu, uppalinn í breiðholti, svíþjóð, breiðholti, súðavík, laugardalnum og breiðholti.
Sveinbjörn er virkur notandi samfélagsmiðla, fyrst og fremst.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég vinn hjá The Reykjavík Grapevine, fyrst og fremst sem hönnuður. Hoppa samt í allskonar, var ritstjóri í þrjá mánuði í haust, bý til kaffi, skrifa ferðagreinar, græja tæknimál.

Einnig er ég stjórnandi Funkþáttarins á X-inu 97.7, sérþáttar um rafræna og taktvissa tónlist, á fimmtudagskvöldum frá 11. Ég kem fram sem plötusnúður undir nafninu Terrordisco, gaf út fyrstu plötuna mína undir því nafni í haust.

Ég er lærður leturhönnuður, geri ekki mikið af því samt, hef kennt það fag, og teikna stafi fyrir lógó endrum og eins. Var að klára eitt um daginn sem ég er að bíða eftir að fá að monta mér yfir á samfélagsmiðlum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Fyrstu 2 klst er í móðu, veit að það er kaffi. Ranka við mér á bak við imacinn á skrifstofu grapevine. Hvað gerist næst fer eftir hvar við erum stödd í útgáfuhringnum. Ef við erum framarlega fyrir miðju er ég að vinna í endurhönnun á vefsíðu eða öppum, ef við erum að nálgast útgáfu er ég að vinna að forsíðuhugmynd, funda með ljósmyndurum eða ritstjórn, skrifa smá, þvælast í ferðagreinaskrif, brjóta um blaðið, eða eyða klukkustundum saman í að ákveða hvort ég ætli að kaupa einn font. Þetta er allt frekar frábært, svona þegar ég pæli í því.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Fyrir utan grapevine er ég að koma mér fyrir í nýrri íbúð, bý við þann munað að hafa fundið langtímaleiguíbúð í miðbænum. Hún er rosalega skrítin í laginu, þannig að þetta er eitt stærsta hönnunarverkefni mitt hingað til.

 

Hvert er draumastarfið?

Núverandi starfið mitt bara. Nema með hærri laun.

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ég á engin börn, þannig að það eru einhverjir litlir sigrar. Sérdeilis gott tónleikahald, góðir kaflar í samböndum, tími með fólkinu sem mér þykir vænst um. Ekkert eitt stendur upp úr einmitt núna. Ég er mjög þakklátur fyrir systkini mín, Önnu Siggu, Steinþór, Sonju, Helenu, Gulla og Elías.

 

Lífsmottó?

Hugsaðu út fyrir kassann. Djók.

Ég trúi voða stíft á samkennd, altrúisma og þakklæti, en ég kann svo sem enga sérstaka frasa til að lýsa því, né er ég einhver sérstök fyrirmynd í þeim efnum. en Kurt Vonnegut orðaði þetta ágætlega. “Hello babies. Welcome to Earth. It’s hot in the summer and cold in the winter. It’s round and wet and crowded. On the outside, babies, you’ve got a hundred years here. There’s only one rule that I know of, babies- God damn it, you’ve got to be kind.”

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég hef farið með Jamiriquai í rússibana

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég myndi eyða slatta í fatlaða ættingja. Svo myndi ég kaupa mér einhverjar græjur og híbýli og mjög hraðskreiðan bíl sem ég myndi nota einu sinni í viku til að keyra í bónus.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Gautaborg:
The Knife, Jose González, Ace of Base, Hnny, Sally Shapiro. Erfitt að ákveða, svo mikið af talent þaðan.

Breiðholt:
Terrordisco, DJ Margeir, Prins Póló, Nóló, Valgeir Sigurðsson/Bedroom Community. Þetta er það sem ég man, en flest góð íslensk tónlist tengist Breiðholtinu, vöggu götumenningar.

 

Býr tæknipúki í þér?

Mjög.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

MacOS Sierra 10.12.2. Var að uppgötva í gær að ég er ekki búinn að uppfæra á vinnutölvunni, ég finn engan mun á stýrikerfunum.

Ég er soldið bitur Apple maður þessa dagana, enda nauðbeygður að nota iTunes mikið vegna vinnu. Langar að finna fyrir jafn mikilli spennu við tilkynningum frá Apple og ég finn þegar ég skoða ný tæki frá Microsoft.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone SE.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Hann er lítill, nettur, hraður, tekur góðar myndir, mjög ódýr, og er með jack tengi. Engir gallar að mér vitandi.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Twitter.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Eitthvað algjört drasl. Nokia 5110 var held ég þriðji GSM síminn minn.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Síminn minn er bara frekar fínn. Hef ekkert upp á hann að klaga. Mér langar svolítið í gsm tengda myndavél á skikkanlegu verði, þar sem linsa og skynjari í þessarri stærð getur vart orðið betri.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

The Verge, Gizmodo, CreateDigitalMusic, DJ Tech Tools,

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir mig.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira