Heim Föstudagsviðtalið Orri Tómasson

Orri Tómasson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 151 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Hver er þessi Orri og hvaðan er kallinn?

Ég er Orri. Hef mikið velt fyrir mér hver eða hvað ég er án þess að komast að almennilegri niðurstöðu. Ég er mest úr Hafnarfirði og hef búið undanfarin 8 ár í Svíþjóð.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er tölvuvélbúnaðarverkfræðingur og vinn hjá Ericsson í Stokkhólmi við þróun stafrænna sérhæfðra smárása (digital ASIC). Ég er búinn að vinna við það síðustu 5 árin.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Sef/snooza yfirleitt til 8-9 og er mættur í vinnu milli 9 og 10. Drekk fullt af kaffi, fer á fundi, geri allskonar í tölvunni og fleira. Fer oftast að lyfta upp úr hádegi eða síðdegis. Á kvöldin tek ég því oftast bara rólega. Borða kvöldmat, horfi kannski á þætti, skoða internetið, spila líka oft á gítar eða píanó og reyni að æfa mig reglulega og markvisst með misjöfnum árangri.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er í jólafríi á Íslandi þessa dagana. Í vinnunni er helling að gera við að þróa vörur fyrir fimmtu kynslóðar farsímakerfi.

 

Hvert er draumastarfið?

Að vakna á mánudögum og hlakka til að fara í vinnuna og almennt líða vel í vinnunni og fá nógu mikil laun til að kaupa allar nauðsynjar og líka smá óþarfa drasl sem mann langar stundum í.

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Að verða ástfanginn.

 

Lífsmottó?

Hmmmm… bara vera góður gaur eða eitthvað?

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég rotaði einu sinni dómara úr sænska Idol.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa Teslu, flott hús, ferðast og styrkja einhver verkefni sem eiga að gera heiminn betri.
(Spila samt aldrei í lottó)

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Botnleðju drengirnir þrír, Jóhanna Guðrún og svo er eitt laust pláss fyrir einhvern efnilegan.

 

Býr tæknipúki í þér?

Já, á annari öxlinni. Svo er tækniengill á hinni sem er alltaf eitthvað að reyna að hafa vit fyrir honum.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Ubuntu Linux. Bæði í heimatölvunni og vinnutölvunni

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nexus 5x
Ég á líka Samsung Galaxy Tab S2 sem ég nota slatta.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Ég er mjög hrifinn af hreinu einföldu Android og að fá allar uppfærslur strax, frekar en þessar bloatware útgáfur sem Samsung og Sony og hinir nota. Líka almennt hraður og þægilegur í notkun.
Helsti gallinn er að það er almennt erfitt að finna góð og vönduð forrit fyrir Android.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Leiki þegar ég bíð eftir einhverju.
  2. Vafra um alnetið.
  3. Myndavélina.
  4. Forðast augnsamband við aðra.
  5. Símtöl og SMS.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 6110. Aðeins fínni útgáfan af 5110. Keypti hann fyrir sumarvinnupeninga sumarið áður en ég byrjaði í menntaskóla. Ég hringdi mitt seinasta tíkallasíma símtal í mömmu til að spyrja hvort ég mætti kaupa hann (enda ekki orðinn fjárráða) #táknrænt

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Sennilega eitthvað svona cyborg dæmi þar sem hann er inngreyptur í líkamann.
Mér finnst líka vanta hraðvirkara og þægilega texta inntaks kerfi. Qwerty lyklaborð eru ennþá betri en það sem er í boði fyrir síma (finnst mér allavegana). Það hlýtur að koma einhver lausn á næstu árum.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Nota voða mikið youtube.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Bara gleðilegt ár og takk fyrir hið liðna. Verið góð við hvert annað og svoleiðis.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira