Heim Föstudagsviðtalið Hjálmar Örn Jóhannsson

Hjálmar Örn Jóhannsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 150 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver er þessi Hjálmar Örn og hvaðan er kallinn?

Ég er raised and born í Hraunbæ/ Árbæ.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa hjá Brimborg við ferjun á bifreiðum en hef brallað ýmislegt í gegnum árin eins og bílasali, auglýsingasali, íþróttafréttamaður, leikskólaleiðbeinandi og fasteignasali.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna rétt um 07:30, en ég vil koma þeirri skoðun á framfæri að ég er á því að allir séu a- týpur en þeir sem segjast vera b-týpur eru bara í einhverju rugli og því eiga þeir erfitt með að vakna. Stundum er ég b-týpa.

 

Hvert er draumastarfið?

Að vera atvinnuferðamaður og ferðast um heiminn, samt ekki einhver vesenis ferðalög þar sem maður þarf að gista í kommúnum og með bakpoka.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég hef haft það að stefnumáli síðustu daga að setja upp jólatréð en hef bara ekki enn komið mér í það vegna þess að ég þarf raunverulegan jólaanda yfir mig en það hefur ekki gerst. Lengsta sem ég hef þurft að bíða eftir jólaanda var til 11:13 aðfangadag ( 2011).

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Engin spurning, það eru stelpurnar mínar og unnustan mín. Reyndar líka belti sem ég eignaðist 1993 og á enn.

 

Lífsmottó?

Ef enginn er eins þá er enginn venjulegur. – Höfundur Hjálmar Örn.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég þreif bílinn fyrir páfann (Volvo limmósína) þegar hann heimsótti Ísland árið 1989, sagan segir að hann hafi verið mjög sáttur.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég myndi fá alla færustu tæknimenn landsins til að smíða Fálkann og fljúga honum svo einu sinni á ári yfir Reykjavík, öllum borgarbúum til mikillar ánægju.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ágúst Bent, Maus, Forgotten Lores, Yucatan og að sjálfsögðu Maunir en ég átti nafnið á þeirri hljómsveit. Ég spilaði mikið Football Director á Amiga og eitt sinn breytti ég öllum nöfnunum á ensku liðunum í íslensk, nafnið Maunir kom þegar mig var kominn út í horn með nöfn.

 

Býr tæknipúki í þér?

Alls ekki, ég læt aðstoðarmenn mína um allt tæknidót.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows, myndi deyja fyrir Windows hópinn!

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6SE en það er sá besti í dag þó aðrir pottþétt segi annað en þá hef ég það staðfest frá útlending að hann sé sá besti.

 

Kostir við símann eru:

Hann er Illllllaaaanettturrrrr

 

Gallar við símann eru:

Of illanettttturrrrrr???????

 

Í hvað notar þú símann mest?

Snapchat en svo tek ég líka oft myndir af mér og skoða hvort ég sé mjög þreyttur í framan. Vil taka það fram að ég nota Elísabet Arden krem á hverjum degi til að halda ferskleika.

 

Lappari mælir með Hjamma á SnapChat….  illanettur gaur

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Vonandi verður þetta viðtal til þess að einhver hætti í eiturlyfjum og fari að vinna á skrifstofu.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira