Heim Föstudagsviðtalið Gunnar Björn Þórhallsson

Gunnar Björn Þórhallsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 149 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver er þessi Gunnar Björn og hvaðan er kallinn?

Ég er 53 ára Akureyringur giftur Björk Vilhelmsdóttir, á fimm börn, og níu barnabörn.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er framkvæmdastjóri Tengis hf. og búinn að starfa þar síðan 2002, Ég er búinn að vinna við tölvu og fjarskipamál fyrirtækja á norðurlandi síðan 1985

 

Talandi um Tengir, mun ég fá ljósleiðaratengingu heim eftir þetta viðtal?

Þetta er eins og með lottóið, ef þú ert búinn að skrá heimilið, þá er möguleiki. Við skoðum á hverjum vetri hvar áhugi er til staðar og hvort við mögulega getum komið ljósleiðra til viðkomandi, en svarið við spurningunni væri því miður ekki strax.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna á bilinu 6-7 og er mættur í til vinnu flesta daga fyrir kl 08. Stend upp frá vinnu og fer í ræktina í hádeginu helst fimm daga vikunnar, held svo áfram í vinnu til 19.00 og fer þá í kvöldmat, flesta virka daga fer ég síðan aftur í vinnu og er til 22.00.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Skipulag og undirbúningur fyrir árið 2017

 

Hvert er draumastarfið?

Er í því og búinn að vera nokkuð lengi.

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Reyni að fara ferðast eitthvað smávegis erlendis og fara í sleðaferðir á veturnar.

 

Lífsmottó?

Ekki gera á morgun það sem hægt er að gera í dag.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Á fimm börn og níu baranbörn

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Losa börn og skyldmenni við fjárhagsskuldbyndingar vegna húsakaupa, gefa eitthvað til góðgerarmála, og ferðast og fjárfesta eitthvað.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Óðin Valdimarsson, Ingimar Eydal, Hvanndalsbræður, Baraflokkurinn, Atli og Kalli Örvarsynir.

 

Býr tæknipúki í þér?

Já nokkrir, og eru búnir að eiga þar bólfestu í mörg ár og munu líklega aldrei losna og komast burtu.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Microsoft Windows 10 og Samsung S6 Edge

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Annar með yfirburða myndavél og góður vinnusími, hinn fyrir Snapp og annað frístundatengd.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Til að taka við hringingum
  2. Hringja.
  3. Lesa email / SMS.
  4. Internet.
  5. Facebook.

Samsung símin er fyrir Snap, Instagram, Internet, facebook

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericsson GH337 einn sem kom í fyrstu sendinum GSM síma til Akureyar.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Frábær myndvél, og mikill samskiptahraði fyrir netið, mikið gagnaöryggi.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Cisco, Microsoft

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Framtíðin er ljós,

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira