Heim Föstudagsviðtalið Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 145 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Guðjón Jónsson (stundum kallaður Gaui.is), fæddur árið 1985 í Noregi en uppalinn í Reykjavík. Það fyndna er að þegar ég kom til Íslands var ég altalandi í norsku en kann hins vegar ekki stakt orð í dag. 🙂

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Samskipum og hef verið þar í að verða þrjú ár. Ég fór þangað beint eftir þriggja ára nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hef lítið annað verið að bralla síðustu ár.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég byrja á því að vakna og fá mér að borða. Keyri svo í vinnuna þar sem ég byrja vinnudaginn á góðum kaffibolla. Tala við teymið mitt, sest svo við skrifborðið, skoða tölvupóstinn og byrja á verkefnum dagsins. Grúska svo bara ýmist í tölvunni eða í símanum á kvöldin. Reyni svo að gera eitthvað skemmtilegt um helgar – þar sem áfengi kemur af og til við sögu.

 

Lífsmottó?

Taka bara einn dag í einu.

 

Wham eða Duran Duran?

Ég verð að segja Wham, hef aldrei verið mikill Duran Duran maður.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni? (Win-Osx-Linux)

Windows all the way. Tían er að gera mjög góða hluti eftir að þeir áttuðu sig á því að þetta fullscreen „metro“ dót væri ekki alveg málið.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með Samsung Galaxy S7 Edge núna, en mig langar rosalega mikið í Google Pixel. Ég er mjög hrifinn af þessum vanilla Android símum sem eru ekki með neinu auka dóti.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Bara það að ég get gert nánast allt í þessu litla tæki, get sinnt nánast öllum erindum í þessu. Sinnt vinnu, fengið upplýsingar, borgað reikninga, pantað pizzu, ofl. Krúsjal hlutir!

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Já ég er ekki alveg að fíla þetta Edge dæmi nógu vel, rekst of mikið í skjáinn þegar ég held á símanum. Eða kannski er ég bara með svona asnalegar hendur.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Vinnuna, Twitter, Facebook, Feedly, og að hneykslast á eyðslunni minni í Meniga appinu.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Minnir að það hafi verið þessi klassíski Nokia 5110 sem allir áttu á þeim tíma.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Google Pixel – ekki spurning!

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lappari.com, The Next Web, Engadget, Gizmodo, TechCrunch – að ógleymdu Reddit.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Bara takk kærlega fyrir mig. Mikill heiður að fá að vera í föstudagsviðtalinu. Annars bara gleðilegan fössara og minni lesendur á fossari.is og að followa mig á Twitter @gauiis þar sem ég læt út úr mér misgáfulega hluti. 😀

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira