Heim Föstudagsviðtalið Sigrún Jóna Sigurpálsdóttir

Sigrún Jóna Sigurpálsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 143 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

sigrun-portraitViðmælandi dagsins er þekktur “Snapchattari” með nokkur þúsund fylgjendur. Sigrún Jóna Sigurpálsdóttir er hin ráðagóða húsmóðir, búsett á Egilsstöðum ásamt eiginmanni og þrem börnum. Sigrún hefur getið sér gott orðspor á Snapchat fyrir skemmtileg innslög og góð ráð við allskonar vandamálum er kunna að koma upp í heimilishaldinu sem og fjölskyldulífinu. Þar að auki er hún mögulega flughræddasta kona á norðurhveli jarðar og er óhrædd að deila því með fylgjendum.

Hver er Sigrún og hvaðan er þessi kona?

Ég er 31 árs, einkaþjálfari, þriggja barna móðir og kærasta, búsett á Egilsstöðum..

Ég sleit barnskónum í sveit, sem ég tel mikil forréttindi, Fnjóskadal nánar tiltekið sem er í um 30 mín akstri frá Akureyri. Ég bjó svo á Akureyri frá 16 ára aldri og þar til ég flutti á Austurlandið fyrir rúmum tveimur árum.

 

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef aðallega verið í barneignum og barnauppeldi sem er um 150% starf.
En svo hef ég verið að þjálfa og kenna hópatíma í líkamræktarstöð en er núna sjálfstætt starfandi, þar sem ég er minn besti yfirmaður.

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Það er nóg um að vera hjá mér. Fyrir utan það að gera mitt besta í að ala upp börnin þrjú reyni ég eftir fremsta megni að sinna sístækkandi fylgjendahóp á snapchat og auðvitað rembist ég við að afla tekna fyrir heimilið.

 

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Þar sem ég er enn heima með yngsta afkvæmið vinn ég bara tvo daga í viku.

Þannig að þessi venjulegi dagur er þannig að við vöknum og snæðum hafragraut. Til kl 13 sinni ég barni, heimilisstörfum og reyni að koma eitthvað inn á snappið með smá húllumhæ. Uppúr eitt leggur ungviðið sig heima hjá ömmu sinni á meðan ég fer í ræktina og æfi eins og enginn sé morgundagurinn. Elsta barnið, dóttir mín sem er 13 ára kemur heim úr skólanum á bilinu 14-16 og síðan sæki ég miðjubarnið á leikskólann kl 16 og þá hefst heimafyrir svokallað stríðsástand þar sem drengirnir mínir tveir sjá til þess að móðir þeirra hafi nóg fyrir stafni fram eftir nóttu við að taka til og ganga frá.

 

 

Hvert er draumastarfið?

Ég gæti vel hugsað mér að vera full time einkaþjálfari og atvinnu”snappari”.
Háleitir draumar hér á ferð..

 

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ok ég frussaði kaffinu yfir mig. Skemmtileg spurning og já þetta er frábært viðtal sko, ekki misskilja mig! En ég verð nú að koma með hið sígilda svar þeirra sem hafa notið þeirra forréttinda að eignast barn/börn en fæðingar þeirra er það besta sem ég hef upplifað í lífinu.
Já og svo fast á hælana á því kemur það þegar ég var að snappa fyrir uppáhadssnapparann minn á sjálfum brúkaupsdeginum hennar í sumar, hennar Guðrúnar Veigu. Það var stórt..

 

 

Lífsmottó?

When I leave this world, I leave no regrets.

 

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég var einu sinni í 2 sæti á Íslandsmeistaramóti í Snocross!

 

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég myndi byrja á því að kaupa mér alla moomin bollana sem ég á ekki…

Nei ég er byrjuð að svitna af tilhugsuninni við það ef ég ætti svona mikinn pening, ég þarf að gera svo margt! Þessi peningur myndi endast í viku max!

 

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ætla að nefna einn af því að hann er í öllum top 5 sætunum og hann kemur úr nágrenninu, eða Mývatnssveit. Ég vil allavega kalla okkur æskunágranna.
Það er hann Stebbi Jak í Dimmu.

 

 

Býr tæknipúki í þér?

Ég er voðaleg forvitin um allt nýtt og spennandi í tækninni en hef enga þolinmæði í að læra á það. Hvenær ætla þeir að fara að koma út með hugrænan hugbúnað sem yrði forritaður inn í hausinn á manni við kaup á nýjustu græjunni? (já ég kann alls konar tækniorð sko…)

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Ég veit allavega að það er ekki vökvastýrikerfi..

 

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 6s. En þrái Iphone 7+! Hann er vatnsheldur, hversu geggjað!

 

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostirnir eru þeir að mér finnst hann einstaklega þægilegur og fallegur, en gallinn er klárlega sá að hann virkar ekki í kulda! Ég þarf nú stundum að snappa í kulda líka!

 

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Snapchat
  2. Facebook
  3. Taka myndir
  4. skoða fréttir, instagram og pinterest.
  5. Hringja

 

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 sem ég keypti fyrir fermingapeningana mína.

 

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Sími sem getur talað við mig og minnt mig á allt sem ég þarf að gera!
Reminder virkar ekki á mig, ég gleymi að setja inní hann það sem ég þarf að muna. Batterí sem höndlar snapchat notkun mína og myndavél sem tekur upp í fullframe.

 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég horfði stundum á Lifandi tækni og vísindi þegar ég var lítil…

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á snapchat – sigrunsigurpals og svo er ég með bloggsíðu, sigrunsigurpals.is

Takk fyrir mig.

snap

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira