Heim Föstudagsviðtalið Indíana Rós Ægisdóttir

Indíana Rós Ægisdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 136 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Hver er Indíana og hvaðan ertu?

Tuttugu-og-þriggja-alveg-að-verða-tuttugu-og-fjagra-ára sálfræðinemi. Vil meina að ég sé Grundfirðingur í húð og hár, þó svo að ég flutti þaðan 12 ára, bjó svo í Grafarvoginum alveg þar til ég flutti í Laugardalinn núna í vetur.

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég og starfa núna hjá Iceland Travel við að taka á móti túristum sem koma með skemmtiferðaskipum til landsins. Síðustu ár hef ég unnið í því að fá mér BSc gráðu í sálfræði, ásamt því að vera á fullu í nemendafélagsstörfum, sem skemmtanastjóri og svo formaður Mentes, félag sálfræðinema við HR. Svo líka hef ég verið að stússast sem ritari hjá Kynfræðifélag Íslands

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Þessa dagana hefur það verið frekar óspennandi. Vakna, fá mér hafragraut, skrifa lokaritgerð, hreyfa mig, borða, sofa. Rinse & repeat. Verða vonandi meiri spennandi í sumar og haust.

Átt þú aflandsfélag?

Þú ert að spyrja mig um hluti sem ég er ekki einu sinni búin að kynna mér…

Hvert er draumastarfið?

Kynfræðingur er planið ! Annars atvinnu-kúrari.

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er að skila BSc lokaritgerðinni minni (The Association of Female Masturbation with Self-Esteem, Body Image and Sexual Satisfaction) þessa dagana og vona að ég útskrifist í júní.

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ég held að þetta sé toppurinn. Ég get bara hætt eftir núna, það er bara niður á við eftir þetta.

Lífsmottó?

Það er ekkert vandræðalegt nema þú gerir það vandræðalegt.

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er með ‘þetta reddast’ tattú á ristinni og útlínunar af Íslandi á bakinu.

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Myndi gera þetta classy – kaupa mér íbúð, nýjan bíl og ferðast. Vera svo duglegri að kaupa mér ást litlu frændsystkina minna.

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Amma hans Kalla Bjarna býr á Grundafirði.. that’s something

Býr tæknipúki í þér?

Nei, rosalega lítill verð ég að segja.

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

OS X El Capitan (kæró hjálpaði mér að finna nafnið….)

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 6

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Gallar: Skjárinn sem er brotinn. Kostir: Einfaldur og notandavænn

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Twitter
  2. Facebook
  3. Taka skrítnar selfies á snapchat með fitlera(senda þær samt ekki)
  4. Snapchat.
  5. Netið til að finna upplýsingar um hitt og hetta

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3310 baby

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Sími sem svarar ef ég kalla á hann

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum reglulega, dett inná ýmsar ef það er eitthvað áhugavert á Facebook eða Twitter

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Fólk ætti að stunda sjálfsfróun oftar

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira