Heim Föstudagsviðtalið Steiney Skúladóttir

Steiney Skúladóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 134 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Steiney Skúladóttir, er 26 ára og hef búið í 101 Reykjavík allt mitt líf. Nema þegar ég bjó í París í 1 ár og Ástralíu í 1 ár.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa við dagskrárgerð aðallega en er líka að leika með spunaleikhópnum Improv Ísland og að rappa með hljómsveitinni Reykjavíkurdætur.

 

Hvert er draumastarfið?

Ég er eiginlega búin að vera að gera allt sem mig dreymir um og er einmitt á smá tímamótum þar sem ég þarf að gera upp við mig hvað mig langar mest að gera næst. Ég ætla að prófa að kasta út í kosmósið að gera þátt þar sem ég fæ að ferðast til útlanda.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Þeir eru alveg rosalega ólíkir sérstaklega núna eftir að Hraðfréttir kláruðust. Ég vakna venjulega milli kl.9 og 10, fæ mér hafragraut og fer líklegast á improv æfingu um kvöldið. Allt þar á milli er mjög breytilegt.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Reykjavíkurdætur eru að gefa út plötu og við erum að fara að spila á allavega fjórum tónlistarhátíðum í útlöndum í sumar. Improv Ísland er með sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudögum út maí en við verðum líka á Húrra annan hvern þriðjudag í sumar. Ég er síðan að vinna í einu sjónvarpstengduverkefni sem ég vil samt ekki tala um fyrr en samningurinn er undirritaður.

 

Eitthvað slúður úr bransanum sem við þurfum að vita?

Kylfan úr Reykjavíkurdætrum er ólétt!!!

 

Lífsmottó?

Stökkva

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er með tvö stig á blokkflautu. Æfði í alveg 5 ár.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa mér íbúð, fá mér nýjan bíl og fara í heimsreisu. Finna eitthvað mjög verðugt góðgerðarmál meðan ég væri í heimsreisunni og eyða rest í það.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ég var í Austurbæjarskóla og með mér í bekk voru Retro Stefson krakkarnir, ári fyrir ofan okkur var Kristján Eldjárn úr Sykur og tveimur árum yngri voru Sturla Atlas strákarnir og Lexi Picasso. 6 af 16 Reykjavíkurdætrum eru líka úr Austurbæjarskóla.

Þannig ég ætla að segja það:

  1. Retro Stefson
  2. Sykur
  3. Sturla Atlas
  4. Lexi Picasso
  5. Reykjavíkurdætur.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins fyrir utan Skúla Gauta?

Þegar ég var lítil sagði ég að pabbi minn væri bestur í ÖLLU. Líka í að fæða börn. Þannig já, enginn. Hann samdi líka Jólahjól og það lag verður aldrei toppað.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

OS X Yosemite

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5s

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir eru einfaldleiki og iMessage. Gallar eru engir svo sem nema ósvalandi þorstinn í nýjar græjur þannig ég mun líklegast fá mér iPhone 7 þegar hann kemur í haust.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Messenger
  2. Calendar
  3. Twitter
  4. Vekjaraklukkan
  5. Leggja appið.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3330. Hann var með hvítu hulstri og það voru hreyfimynda screen savers sem 3310 hafði ekki. Hann kostaði 30.000 kr í stað 20.000 kr en það var margfalt þess virði.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Einhver þar sem maður getur verið í honum á meðan maður keyrir en að það sé ekki hættulegt.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum. Ætli apple.com sé ekki eina síðan sem ég heimsæki sem er eitthvað tengd tækni.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Endilega prófið að koma á Improv. Það kostar minna en að fara í bíó og þetta er ólíkt öllu öðru leikhúsi sem er í boði.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira