Heim Föstudagsviðtalið Berglind Pétursdóttir

Berglind Pétursdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 133 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er stundum kölluð Berglind Festival og ólst upp í Hafnarfirði og smáíbúðahverfinu. Sumir halda að Festival sé danskt ættarnafn en það er ein af þessum urban legends.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa á auglýsingastofunni ENNEMM, er þar annar helmingur stórkostlegrar samfélagsmiðladeildar og svo er ég líka í ritstjórn Vikunnar með Gísla Marteini á RÚV. Í frístundum er ég svo jógakennari og bakþankakona og ýmislegt fleira. Ég er samt menntaður dansari, útskrifaðist úr LHÍ 2011 og starfaði sjálfstætt sem danshöfundur eftir það. Ég skil ekkert hvernig ég endaði þar sem ég er.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég er ógeðslega mikið á Twitter og Facebook, drekk Amino Energy, æfi ólympíska lyftingar, perla með syni mínum, tek snapchöt af kærastanum mínum í laumi þegar hann borar í nefið og kíki út í drykk með vinum mínum.

 

Átt þú aflandsfélag?

Nei því miður, bara yfirdrátt.

 

Ef ekki, hvað mundir þú skýra svoleiðis félag?

Holdris inc.

 

Hvert er draumastarfið?

Ég væri til í að vera þjálfunarlíkami í nuddskóla. Svona sem allir nemarnir fá að æfa sig á. Annars er frekar mikið stuð í auglýsingabransanum bara.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er mjög dugleg í vinnunni en smá að bíða eftir að komast í sumarfríið mitt í júní. Er að fara á Sónar í Barcelona og á einhvern EM fótboltaleik í Frakklandi (kærastinn minn fékk að velja þessi activities) en svo förum við á strönd í S-Frakklandi að borða smokkfisk og drekka kokteila (ég fékk að ráða því).

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Jalapeno margarítan sem ég fékk á einhverjum bar í Aspen eftir að hafa villst í óveðri í Klettafjöllunum og næstum dáið. Besti drykkur sem ég hef smakkað. Hugsa um hann oft á dag. Var svo þakklát, fyrir lífið og áfengi.

 

Lífsmottó?

Já sæll eigum við að ræða það eitthvað?

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er 27 ára. Mjög margir halda að ég sé 28 ára eða jafnvel 29 ára.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

  1. Láta laga ískrið í hjálparadekkinu á hjóli sonar míns.
  2. Kaupa mér hús við svínaströndina á Bahamas (þar sem svínin synda í sjónum).
  3. Millifæra restina á samtök sem berjast gegn einhverju ömurlegu.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ég veit ekki frá hvaða heimabæ neinn er. Ég veit ekki heldur í hvaða stjórnmálaflokk neinn er. Ég veit í raun ekki neitt.

 

Býr tæknipúki í þér?

Sko. Alltaf minni og minni. Þegar ég var unglingur og alltaf að hanga í tölvunni kenndi ég mér allskonar, að nota html og photoshop og svoleiðis. Þegar ipad og iphone og allt þetta kom hætti ég að hanga í tölvunni og er bara búin að vera í candy crush síðan. Þarf að byrja aftur að hanga í tölvunni.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Yosemite. Nenni ekki að uppfæra í El Capitan því ég fer alveg að henda tölvunni minni í ruslið.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6+

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Mér finnst stærðin vera mikill kostur. Ég er í 99% tilfella með hann í höndunum að vesenast eitthvað á skjánum og í 1% með hann upp við eyrað svo mér finnst gott að vera með stóran skjá. Hans helsti galli er að ég er búin að eiga hann síðan hann kom fyrst út og er að fá leið á honum. Hlakka til að fá nýjan.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Twitter
  2. Messenger
  3. Timehop (gamlar barnamyndir af syni mínum ómægad)
  4. Instagram
  5. Clue (til að vita hvenær maður (kona) byrjar á túr)

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 með geggjuðu FRONTI sem opnaðist eins og samlokusími. Sick look player! man ég að ég hugsaði alltaf þegar ég tók upp símann.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

iPhone með skjá sem brotnar ekki.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég skoða mjög oft What is the right size of photo for cover photo on facebook punktur com eða eitthvað svoleiðis.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Nenniði að adda mér á snapchat: berglindp

Takk.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira