Í tilefni þess að þáttaröðin með hinum labbandi dauðu er hafin á ný og að kvikmyndin um málaliðann sítalandi sé loksins komin í kvikmyndahús, þá ákvað Loot crate að þemað þessum mánuði skildi vera dauði.

Fyrir ykkur sem hafið ekki glóru hvað Loot crate er þá er þetta kassi sem hægt að gerast áskrifandi af. En kassinn er stútfullur af ýmsum nörda góðgætum sem tengist tilteknu þema sem er í hverjum mánuði. Þó má alltaf búast við að það sé bolur í hverjum kassa og næla.

 

 

Auk þess þá eru mun fleiri kassar sem hægt er að gerast áskrifandi að, þar á meðal kassa sem inniheldur nördahluti fyrir gæludýrin, Stjörnustríðs kassa, Anime kassa og mun meira.  Óhætt er að mæla með öllum þessum ránsfeng, sem kætir unga sem aldna, stelpur og stráka, hunda og ketti, og í raun fyrir okkur öll sem hafa þetta nörda gen innra með okkur.

 

Hlekkur á heimasíðu Lootcrate

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir