Heim Föstudagsviðtalið Ólafur Arnalds

Ólafur Arnalds

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 108 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ólafur Arnalds, úr Mosfellsbæ

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Tónlistarmaður. Hef verið að gefa út plötur, gera tónlist fyrir bíómyndir og ferðast um heiminn síðustu 8 árin.

 

Hvert er draumastarfið?

Akkúrat það sem ég er að gera núna! Þó það væri kanski gaman að fá að vera heima hjá mér í meira en viku einn daginn..

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Á tónleikaferðalagi (eins og núna) vakna ég yfirleitt í koju á efri hæð í rútu og eyði svo fyrstu 10 mínútum dagsins í að reyna að giska á í hvaða landi ég er. Þegar það er komið fer ég úr rútunni og inná tónleikastaðinn og get þá vonandi sagt halló á viðeigandi tungumáli. Stundum mistekst það, sem getur verið svolítið vandræðalegt.

Eftir morgunmat taka yfirleitt við 2-3 viðtöl og svo hljóðprufur. Svo eru bara tónleikar og eftir það kanski glas eða tvö af góðu hvítvíni. Svo bara uppí rútu og gera þetta allt aftur næsta dag.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er á tónleikaferðalagi með Kiasmos, sem byrjaði sem nokkurskonar hliðarverkefni hjá mér en hefur nýlega sprungið út og erum búnir að vera á ferðalagi í hálft ár núna. En einnig er ég að byrja að undirbúa nýja plötu sem ég ætla að taka upp á næsta ári.

 

Eitthvað slúður úr bransanum sem við þurfum að vita?

Ég er ekki mikill slúðrari og tel að það sé í raun ekkert sem við ,,þurfum’’ að vita um hvort annað.

 

Lífsmottó?

Ekkert gerist af sjálfu sér

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Gefa helming til góðgerðarmála. Fjárfesta restinni í einhverju gáfulegu og fallegu.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Mosfellsbærinn gerir auðvitað alltaf tilkall til Sigur Rósar, veit ekki hvort þeir séu sammála sjálfir. Sama með Mínus (allavega 2/4). Svolítið erfitt að nefna 5 samt. Mosfellsbærinn er ekki svo stór.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins?

Gunnar Þórðarson.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

MacOS El Capitan

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Myndavélinn og stýrikerfið eru helstu kostirnir. Helsti gallinn finnst mér vera rúnuðu hliðarnar í hönnun iPhone 6, ekki hægt að stilla honum upp á hlið lengur til að taka myndir með timer.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Podcasts – er algjörlega háður Radiolab og Invisibilia podköstunum. Serial var líka æðislegt.
  2. Headspace – æðislegt hugleiðslu app.
  3. Happycow – hjálpar mér að finna grænmetis veitingastaði á ferðalögum
  4. Snapchat – besti samfélagsmiðill sem hefur poppað upp síðustu árin
  5. Evernote – fyrir hugmyndavinnu

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3110

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Veit ekki hvað mér finnst um þessa þróun með að allt sé að stækka. Ég þarf ekki 7” skjá á símann minn.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég les Creator’s Project sem er mikið um kreatíva og tæknilega listsköpun.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira