Heim Föstudagsviðtalið Margrét Erla Maack

Margrét Erla Maack

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 107 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Margrét og er Reykjvíkingur marga ættliði aftur á bak í allar áttir.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er dagskrárgerðarkona á Stöð 2, plötusnúður, magadans-, Bollywood- og Beyoncédanskennari í Kramhúsinu, pistlahöfundur hjá Kjarnanum, sirkusdís, tilfallandi karaokeskrímsli, spurningaljón og veislustjóri.. og eitthvað fleira sem ég er að gleyma.

 

Hvert er draumastarfið?

Kabarettskemmtikraftur í New York.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Enginn dagur er eins og þess vegna er mjög erfitt að svara þessari spurningu. Í dagvinnunni er ég mismikið að klippa eða taka upp eða undirbúa, er stundum í útsendingu og stundum ekki, suma daga kenni ég á kvöldin, önnur kvöld ligg ég í leti. Stundum fer ég að snúða seint um kvöld eða stjórna karaoke… og svo lengir maður stundum hádegismatinn til að fara á sirkusæfingu eða stelst til að sinna öðrum verkefnum meðan maður er í dagvinnunni.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er að vinna í Íslandi í dag á Stöð 2, og svo vorum við Daníel að vinna að fullorðinssirkusatriði sem sýnt var á árshátíð í lok október. Síðan er jólakaraokekvöld okkar Hits & Tits-systra á Húrra. Ég er byrjuð að semja dansa fyrir jólasýningu Kramhússins og svo eru bara svona alls kyns tilfallandi verkefni.

 

Hvað er mikilvægasta tæki heimilisins?

Tölvan, hún er atvinnutækið sem hjálpar mér að skaffa. En svona heimilisins verð ég að segja töfrasprotinn (ekki dónó, bara eldhústæki).

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Í öllu sem ég geri er tölvan og tæknin mikilvæg. Bókanir á viðtölum, fólk sem hefur samband við þáttinn í gegnum ímeil, myndavélar, hljóð, klipp… allt. Ég nota tölvuna til að DJa og til að stjórna karaoke. Í dansinum geymir hún alla mína músík og ég get hægt á lögum og hraðað þeim eins og hentar í danskennslunni. Ég skrifa pistlana mína á hana … Internetið er notað fyrir inspírasjón í öllu og til búningakaupa…

 

Lífsmottó?

Never eat more than you can lift. -Miss Piggy

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er Beyoncédansþjálfari þýska handboltalandsliðsins.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Flytja til New York.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ég kem frá Reykjavík. Það er úr of miklu að velja.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins?

Egill Ólafsson, bróðir hennar mömmu.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Mac Os X. Kærastinn minn elskar samt Linux.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 5.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Gömul saga og ný: Eftir nýjasta öppdeitið er hann hægur.. svo ég þurfi að kaupa mér nýjan.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Hringja
  2. SMS
  3. Facebook
  4. Twitter
  5. Instagram.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Oh, hann var æðislegur. Fékk hann í 8. bekk, Sony CMD 1. Það átti enginn svona síma og þegar maður kveikti á honum kom strútur sem verpti eggi. Hann var með skruntakka á hliðinni og var í alla staði flottastur. Honum var stolið af mér en ég held að viðkomandi hafi ekki getað notað hann því að hleðslutæki fyrir hann var nær ófáanlegt hér.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Hann brýtur upp tau og tekur til.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum. Sorrí með mig.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Bara takk fyrir mig… er það ekki svona það kurteisa til að segja?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira