Heim ÝmislegtAndroid Tölfræði – Hvernig tölvur eru notaðar í HÍ?

Tölfræði – Hvernig tölvur eru notaðar í HÍ?

eftir Jón Ólafsson

Við tókum saman tölfræði fyrir skemmstu yfir tölvubúnað sem notaður er í Háskólanum á Akureyri. Þar er annarsvegar mældar heimsóknir á heimasíðu háskólans og síðan hvernig stýrikerfi tengjast þráðlausa neti skólans en það er einfalt að færa rök fyrir því að sú umferð sé nær eingögnu frá nemendum þar sem kennarar eru snúrutengdir.

Við höfum nú fengið tölfræði frá Háskóla Íslands en að þessu sinni fengum við hlutföll stýrikerfa sem nota Ugluna.

 

Innri vefur HÍ heitir Ugla en hún er samansafn af vinnutækjum fyrir nemendur og starfsmenn. Notendur þurfa að skrá sig inn með notandanafni og lykilorði. Aðgangur að kerfum Uglu er mismunandi og miðast við þarfir og hlutverk hvers notanda…….. Innan Uglu er að finna upplýsinga- , samskipta- og skráningarkerfi sem snúa að námi og starfi innan Háskólans.

Tekið úr nýnemabækling HÍ

 

Umferð á Ugluna ætti sem sagt að gefa okkur greinargóðar upplýsingar um hvernig tölvur notendur innan Háskólans eru að nota, hvort sem það eru nemendur eða starfsmenn. Samtölur ná yfir allan september mánuð og telur aðeins eina heimsókn per tæki á dag (Unique visitors – daily sum), þeir sem nota Ugluna oft á dag ættu sem sagt að vera taldir einu sinni á dag sem er gott.

 

Fyrst eru það bara far- og borðtölvu stýrikerfi.

ugla_desktop

Svipað og í Háskólanum á Akureyri þá er mikill meirihluti notenda með Windows stýrikerfi og nokkuð eftirtektarvert hversu margir eru í raun að nota Linux.

 

 

Næst er það skipting milli farsímastýrikerfa en ég minni á að Windows símtæki mælast oft sem annað hvort Android eða iOS.

 

ugla_mobile

iOS er málið hjá nemendum og kennurum í HÍ eins og sjá má

 

 

Næst er allt lagt saman í flokk sem ég kalla Desktop og Mobile, vitanlega fer Android undir Linux í þessari flokkun

ugla_samtals

 

Þrátt fyrir að Windows sé ekki mælanlegt í Mobile flokknum þá eru samt rúmlega 55% tækja samtals sem tengjast Uglunni með Windows stýrikerfi.

 

 

Aðferðafræði

Þar sem ég vildi skipta hlutfallstölum sem ég fékk sent frá HÍ eftir Mobile og Desktop þá margfaldaði ég hlutföllin með 100. Síðan skiptir ég stýrikerfum í flokka, fékk þannig nýjar samtölur innan Mobile og síðan Desktop sem ég skipti aftur niður í hlutföll.

Hér má sjá hvernig ég prófaði þessa aðferðarfærðum með handahófskenndum gildum

sannad

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira