Heim ÝmislegtAndroid Windows Phone og rangar vefmælingar

Windows Phone og rangar vefmælingar

eftir Jón Ólafsson

This article in English,

Lappari hefur áður fjallað um vefmælingar og forritagerð íslenskra fyrirtækja (til dæmis hér) en í stuttu máli þá hafa íslensk fyrirtæki verið treg til að gera forrit fyrir Windows Phone þar sem mælanleg vefumferð þessa tækja er lítil. Oft höfum við heyrt talað um 2% – 10% sem er lítið á flest alla mælikvarða.

Eftir ábendingu þá fór ég aðeins á stúfana og ákvað að skoða hvernig Windows Phone mælist í Google Analytics (GA) sem er gríðarlega mikið notað í þessar mælingar. Þetta tól er ókeypis og hægt er að fá mjög ítarlegar og góðar skýrslur úr. Vafrinn í Windows Phone heitir Internet Explorer 11 og býður hann uppá tvær stillingar sem ég vildi mæla sérstaklega en þessar stillingar segja vefnum sem er heimsóttur hvort notandi vilji fá Mobile-útgáfu af vefnum eða venjulega Desktop-útgáfu.

Til prófana notaði ég Nokia Lumia 1520 og var temp-skrám eytt af símtækinu milli prófana og í Google Analytics voru aðrir dagar síaðir frá. Til að útiloka cache/temp skekkjur þá fékk ég Þórarinn Hjálmarsson til að mæla og senda mér gögn þegar ég vafraði í Desktop stillingu á prufuvef sem hann átti á lager.

 

Ef þú átt Windows símtæki: hvort notar þú Mobile eða Desktop version meira undir setting í Internet Explorer?

 

 

Tilraun eitt (Mobile stilling)

Ég átti ónotaðan prufuvef sem ég notaði til prófa Mobile stillingu og vafraði ég um vefinn í nokkrar mínútur í Nokia Lumia 1520 síma.

 

Google AnalyticsAudience > Technology > Browser & OS þar má sjá vafran sem GA telur gestinn vera með (líklega með JS eða User Agent).

  • Analytics skynjaði að Nokia Lumia 1520 síminn væri að nota Safari eins og sjá má hér. Stundum kemur samt að vafrinn heiti 537 (sjá hér neðar)

 

Google AnalyticsAudience > Mobile > Devices  þar má sjá snjalltækið sem GA telur gestinn vera með (líklega með JS eða User Agent).

 

Þó svo að niðurstaða könnunar hér að ofan leiði kannski annað í ljós þá þykir mér einfalt að færa rökfyrir því að Mobile sé stillinginn sem ler angmest notuð af Windows Phone-notendum.

 

 

 

Tilraun tvö (Desktop stilling)

Núna eyddi ég temp skrám úr símtækinu aftur og stillti vafrann á Desktop stillingu og síðan var vafrað um vefinn hans Þórarins í sama Nokia Lumia 1520 símanum.

 

 

Frekari prófanir.

Hér prófaði ég sama símtækið í tveimur einföldum tólum.

www.whatsmybrowser.org kom með:

  • Í Mobile mode þá kom stýrikerfið tómt sem útskýrir (not set) hér að ofan og vafrinn var IE Mobile 11.
  • Í Desktop mode þá kom stýrikerfið sem Windows 8 (rangt) og vafrinn Internet Explorer 11 (rétt).

 

www.whatsmyuseragent.com kom með:

  • Í Mobile mode þá kom annað í ljós:  Mozilla/5.0 (Mobile; Windows Phone 8.1; Android 4.0; ARM; Trident/7.0; Touch; rv:11.0; IEMobile/11.0; NOKIA; Lumia 1520) like iPhone OS 7_0_3 Mac OS X AppleWebKit/537 (KHTML, like Gecko) Mobile Safari/537
  • Í Desktop mode þá kom nokkuð eðlilegur strengur:  Mozilla/5.0 (Windows NT 6.2; ARM; Trident/7.0; Touch; rv:11.0; WPDesktop; Lumia 1520) like Gecko

 

Ég fékk nokkra til að prófa þetta fyrir mig og sem dæmi þá fékk Nokia Lumia 930-eigandi Windows 8 í desktop mode og iOS 7 device í Mobile mode. Google Analytics s.s. fann snjallsímann annaðhvort sem Windows 8 borðtölvu eða sem iOS 7 tæki.

Forritari sem benti mér á þetta í upphafi fékk Google Analytics alltaf til skynja símtækin sem Windows Phone. En OS version var (not set) fyrir allt hærra en 7.5 og svo fékk hann alltaf Safari eða 537 sem vafra eftir að Windows Phone 8.1 kom út.

 

Niðurstaða

Fyrirtæki hafa haft lítinn áhuga á að hanna forrit fyrir Windows síma vegna þess að stýrikerfið mælist mjög lítið í rýnitólum. Það hjálpar vitanlega ekki til ef að Windows símtæki eru að mælast vittlaust sem iOS 7, Android eða unknown (not set).

Þar sem iOS og Android eru lang stærstu snjallsímastýrikerfin þá eru vefir oft hannaðir með þessi tæki í huga. Microsoft hafði þetta einnig í huga þegar Windows 8.x uppfærslan kom því Windows Phone tæki villa á sér heimildum eftir hana. Ástæðan er vitanlega einföld eða að gera upplifun notenda með Windows síma sem besta en eftir uppfærsluna virka til dæmi veflausnir eins og GMail mjög vel á Windows símtækjum. Gallinn við þessa leið er að Windows símtæki verða minna sýnilegri í mælingum sem aftur stoppar fyrirtæki af í forritagerð, allavega þau sem nota vefmælingatól til að mæla fjölda notenda með Windows símtæki.

Við hér á Lappari.com vonum allavega að þessar prófanir okkar verði til þess að fyrirtæki endurskoði afstöðu sína til Windows Phone-símtækja þar sem reikna má með að notendahópurinn sé stærri en núverandi vefmælingar gera ráð fyrir. #browsergate

 

Viðbótarlestur um þetta: MicrosoftMSMVPS – NeowinSoftpediaWMpoweruser

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira