Heim Föstudagsviðtalið Jón Gunnar Benjamínsson

Jón Gunnar Benjamínsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 98 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er 40 ára gamall sveitastrákur úr Eyjafirðinum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég er vaknaður um kl. 8:00 og mættur í vinnuna í Borgartúninu um klukkan 9:00. Þá hefst vinnudagurinn sem fer venjulega hálfur í að svara tölvupóstum og borga reikninga. Hinn helmingurinn fer í allskonar vinnutengd verkefni.

 

Hver er uppskriftin að hinum fullkomna degi?

Hinn fullkomni dagur hefst í veiðihúsi við fallega lax eða silungsveiðiá á Íslandi með unnustunni og góðum vinum og veiðifélögum. Veðrið er gott og það er veiðilykt í loftinu. Eftir morgunmat hefst veiðin og það er ekki að spyrja að því að það mokveiðist. Eftir matinn leggur maður sig og vaknar aftur klukkan 16:00 til að hefja seinni vaktina sem stendur fram á kvöld. Þá kemur maður sæll og glaður aftur í veiðihúsið, fær sér G&T og fer í heitapottinn áður en maturinn kemur á borðið. Eftir matinn sofnar maður þreyttur en ánægður eftir geysigóðan dag.

 

Lífsmottó?

It‘s nice to be important but it‘s more important to be nice.

 

Sturluð staðreynd um þig sem enginn veit?

Ég er secretly að safna mér fyrir Ferrari en ekki segja neinum það.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Jahérna, það er varla að ég þekki 5 tónlistarmenn frá Akureyri. Ætli Stuðkompaníið og Sniglabandið séu ekki þeir frægustu auk Toy Machine og Skriðjökla… svo var einhverntímann til hljómsveit sem kallaði sig BRAVO og þeir unnu sér það til frægðar að hita upp fyrir Kinks, þá korn-ungir.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er eigandi að ferðskrifstofunni Iceland Unlimited sem býður upp á svokallaðar self-drive ferðir um Ísland auk þess sem við bjóðum einnig upp á ferðir 4ra áfangastaða á Grænlandi. Ég stofnaði þetta fyrirtæki fyrir 5 árum síðan og var lengi vel bara einn. Í dag erum við 8 í fastri vinnu auk lausráðinna leiðsögumanna. Þetta verkefni hefur átt hug minn allann þennan tíma og ég hef verið heppinn með samstarfsfólk í gegnum tíðina svo nú erum við að komast á ágætis stað.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Við vorum að flytja í stærra húsnæði í Borgartúni 27 og erum að koma okkur fyrir á nýju skrifstofunni, setja myndir upp á vegg og tengja tölvur og tæki. Helv.. þráðlausi prentarinn virkar ekki enda prentarar verkfæri djöfulsins eins og allir vita en ég er að vinna í því akkúrat núna.

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Án tölva og internets værum við ekki í business, svo einfalt er það. Nánast öll samskipti við kúnnann og okkar birgja fara fram í gegnum tölvupóst svo það segir sig sjálft að tölvur og tæki eru afskaplega nauðsynleg tæki í okkar störfum.

 

Einhverjar nýjungum í IT sem lesendur ættu að fylgjast með í náinni framtíð?

Já, við ætlum að hefja smíði nýrrar heimasíðu á næstu mánuðum og ég ætla vinna öll verðlaun sem í boði eru fyrir þá síðu. Þið heyrðuð það fyrst hér.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Það er annað verkfæri djöfulsins, Windows 7 Professional ef ég man rétt.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5S

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostirnir eru einfaldleiki og aðgengilegt stýrikerfi

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Fyrir símtöl
  2. Fyrir internetið (lesist: facebook og twitter)
  3. Skoða tölvupóst
  4. SMS
  5. Taka myndir

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericson hlunkur

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

iPhone 7

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lappari og Einstein

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Vil þakka fyrir mig og óska öllum góðrar helgar – gangið hægt um gleðinnar dyr og akið varlega.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira