Heim Ýmislegt Samfélagsmiðlar – Tvíeggjað sverð

Samfélagsmiðlar – Tvíeggjað sverð

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Það sem vaxið hefur hvað hraðast undanfarin 6 árin eru samfélagsmiðlar á borð við Twitter, Facebook og Instagram. Talað er nú að um 2 milljarðar manns séu skráðir á þessa samfélagsmiðla. En hvaða breytingar hafa orðið á samfélaginu með tilkomu þessara samfélagsmiðla? Er hægt að fullyrða að þetta sé bara til hins betra eða til hins verra? Þar sem þessir miðlar hafa ekki vera til staðar það lengi þá hafa ekki verið gerðar neinar almennilegar rannsóknir á langvarandi áhrif þessara miðla. Ég ætla því aðeins að stikla á nokkrum punktum varðandi samfélagsmiðlans og áhrif þeirra, góð og slæm ásamt því að mig langar að að líta örlítið á tölur sem fjölmiðlar hafa átt það til að grípa í og fleygja inn í fréttir hjá sér.

 

Er einfalt að mæla fjölda fylgjenda?

Fræga fólkið notar, líkt og við hin, samfélagsmiðla í auknu mæli, hvort heldur sem þetta eru söngvarar, leikarar, íþróttamenn eða bara það sem kallað er á ensku socialite. Þau nota þetta meðal annars eins og við hin en líka til að auka frægð sína eða vekja athygli á atburðum sem þau eru tengd. Hingað til hafa tölum verið fleygt um að heildar fylgjendahópur viðkomandi sé X stór þegar horft er á allaDan-Bilzerian-Tank samfélagsmiðla, en það er ekki raunhæf tala því  margir notendur eru virkir á öllum helstu samfélagsmiðlunum og því margtaldir. Ég er alls ekki að segja að fjölmiðlar þurfi að sigta í gegnum þetta allt til að gefa rétta mynd af fylgjendafjölda en þeir ættu að lágmarki taka þetta fram að þetta séu ekki tölur sem sýna rétta mynd af fylgi þessara aðila. Sem dæmi þá las ég nýverið um hann Dan Bilzerian, lífstíl hans og hvernig hann gæti verið hættuleg fyrirmynd vegna kvennfyrirlitningar og almennrar framkomu, sem ég myndi kalla argasta dónasakap í besta lagi.

Þessi Dan er númer 39* yfir þá sem eru með flesta fylgjendur á instagram og í greinum hef ég séð talað um að heildarfylgjendafjöldi hans sé tæplega 14 miljón manns*, þessi tala er dæmi um rangan fylgjendafjölda. Þegar nánar eru skoðaðar fylgjenda tölur Dans þá eru þetta tæpar 6 miljónir á Instagram*, rúm 1 miljón á Twitter* og tæpar 7 miljónir* á Facebook. Eins og ég minntist á hér að ofan þá eru nú margir með aðganga að öllum þessum miðlum og myndi ég segja að raunfylgi hans væri frekar á milli 7-10 miljónir, en ég tek þó skýrt fram að ég hef ekki farið í gegnum alla fylgjendurna heldur er þetta svona gróf ágiskun miðað við að tæplega helmingur þessara sé með aðganga á tveimur af þremur miðlum og fylgja honum á þeim báðum.

[highlight ]* Tölur eru frá því í Desember 2014[/highlight]

 

Hver er notkun og áhrif samfélagsmiðla?

Áhrif þessa nýju samfélagsmiðla eru í besta falli tvíeggjað sverð. Með tilkomu þeirra hefur komið pallur fyrir fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri og jafnvel ná til töluvert fleirri en þau hefðu getað gert áður. Nú eru miðlar einnig farnir að tengja skoðanahluta greina sinna, sem birtar eru á netinu, við þessa samfélagsmiðla og þannig gera fólki ennþá auðveldara fyrir að tjá sig, en þó undir nafni. Við höfum séð hvernig Twitter hefur verið notað til að skipuleggja byltingar og jafnvel segja frá hvernig ástand í löndum er frábrugðið því sem fjallað er um í fjölmiðlum, eins og íslendingur gerði á reddit.com. Í þessum tilfellum erum við að tala um hvernig hægt er að koma á framfæri fleiri hliðum á málum sem eru í umræðu.

Við gerðum þetta hérna hjá Lappara, tengja kommentin við Facebook, og sjáum greinilega aukningu á kommentum hjá okkur. En með þessu fylgir að sjálfsögðu misjafnar skoðanir og jafnvel hreinn og klár dónaskapur sem við höfum þurft að loka á. Ég hef reynt að hafa það fyrir reglu að skrifa ekkert í svona komment eða á samfélagsmiðlum sem ég þori ekki að segja við fólk auglitis til auglitis, en ég er mennskur og hef nú gert mistök og látið frá mér sem ég sé eftir og það kemur alveg fyrir hjá fólki. Það sem fólk gleymir stundum er að það sem er á internetinu týnist ekki eða hverfur, börnin þín og fleiri kynslóðir á eftir eiga eftir að lesa það sem þú skrifaðir. Sem leiðir mig að hinum pólinum í þessu máli, eineltið.

Einelti á samfélagsmiðlum (e. Cyber Bullying) hefur gefið einstaklingum enn einn vetvanginn til að gera lítið úr öðru fólki og jafnvel gert þeim auðveldara fyrir þar sem núna er hægt að birta neyðarlegar sögur, sögusagnir eða jafnvel myndir sem fólk hefur engan rétt til að birta. Nýlegt dæmi um þetta kom í umfjöllun á Vísi og sýnir einn pólinn í svona málum. Fólk sem ég hef rætt við um einelti, sem það lenti í hér á árum áður, hefur sagt að það gæti ekki hugsað sér hversu margfalt verra það hefði verið ef þessi samfélagsmiðlar hefðu verið til staðar þá.

En það er ekki bara eineltið sem spilar þarna inní. Margir birta ótrúlega miklar upplýsingar um sjálfa sig á þessum samfélagsmiðlum sem gerir óprúttnum aðilum mjög auðvelt fyrir að komast yfir upplýsingar um þig sem þeir ættu í raun ekki að hafa. Þetta hafa menn notað sér til þess að stunda innbrot á heimili, vita hvenær þú ferð að heiman vegna facebook færslna, og jafnvel til að brjótast inní kerfi vinnustaðs með því að villa sér um heimildir með upplýsingum frá t.d. Facebook. Samfélagsmiðlar eru því dálítið tvíeggjað sverð líkt og tjáningarfrelsi, en líkt og tjáningarfrelsi þá er erfitt að setja þetta í einhvern ramma heldur verður hver og einn að eiga við sína samvisku.

Það má svo ekki gleyma þeirri notkun sem oftar en ekki er vísað sem eðlilega notkun. Þarna erum við að tala um færslur þar sem fólk er bara að uppfæra vini og vandamenn um hvað er um að vera í lífi þess, birting á saklausum myndum og svona það sem fólk myndi jafnan tala um í heimsóknum eða símtölum. Þetta er stór hluti notkunar og því má ekki gleyma, heimurinn er víst ekki alltaf ýmist svartur eða hvítur.

Að lokum langar mig því bara að höfða til betri hliðar fólks og biðja það að hugsa sig vel um það sem það skrifar á internetið. Stundum látum við hluti vaða í hita leiksins sem við hefðum kannski ekki viljað að færi útí alheiminn og hefði betur mátt bara fara í einhvern pirring meðan maður var að vaska upp eða moka snjó. Mér dettur oft í hug “aðgát skal höfð í nærveru sálar” þegar maður les komment á vefmiðlum. Internetið er mjög stórt og þótt þú haldir að þú hafir eytt einhverju út sem þú hefur skrifað, eða birt, þá eru miklar líkur á því að það sé einhversstaðar geymt til lengri tíma.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira