Heim ÝmislegtApple Facebook Paper væntanlegt

Facebook Paper væntanlegt

eftir Jón Ólafsson

Facebook hefur kynnt til sögunar nýtt forrit fyrir iPhone sem þeir kalla einfaldlega Facebook Paper en þetta forrit kemur út 3. febrúar og verður bara hægt að nota í Bandaríkjunum. Það má segja að þetta sé mjög einfölduð útgáfa af Facebook forritinu sem flestir með snjallsíma þekkja en bara miklu einfaldari og hraðvirkari eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.

 

Mynd: TheVerge

Mynd: TheVerge

Í staðinn fyrir takka, valkosti og annað sem við þekkjum svo vel úr núverandi forriti þá er þetta bara flettimiðað forrit. Flettir til hliðar til að sjá næstu færslu og upp til að skoða hana betur en þetta er æðilík virkni og má sjá í Flipboard. Reyndar má samstilla Flipboard við Facebook og sjá sambærilega virkni en þetta er samt mun betra að mati þeirra sem hafa prófað.

 

Mynd: TheVerge

Mynd: TheVerge

 

Reikna má að það verði þrystingur á Facebook að útfæra notkun þess utan Bandaríkjana og að þeir útbúi forrit fyrir Android og Windows Phone (já ég sagði það). Heyrst hefur þó að forritarar sem hafa verið að búa til afsprengi af orginal forritum fyrir Windows Phone séu nú þegar komnir með þetta forrit til skoðunar og því spennandi að sjá hvernig þetta fer.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Magnús Viðar Skúlason 31/01/2014 - 08:54

Óhh, very Metro #WindowsPhone #SideSlide

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira