Uppfært:  Upplýsingar um USB type-C og sölusvæði

 

Það var töluverður skjálfti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi þegar Nokia birti mynd og dularfullan texta á Twitter sem gaf til kynna nýtt tæki frá þeim.

 

 

Núna hefur komið í ljós að þetta er spjaldtölva sem heitir einfaldlega Nokia N1 en þetta er önnur spjaldtölvan sem kemur frá Nokia, sú fyrri heitir Nokia Lumia 2520 og er einmitt í prófunum hér á Lappari.com.  Þessi virðist vera hönnuð til höfuðs iPad mini vélinni frá Apple en hönnun, forrit og framsetning virðist bera þess merki. Nokia hefur líka neglt verðið vel því hún kemur til með að kosta $249 sem er $150 minna enn iPad mini kostar.

 

 

Nokia N1 mun verða ein fyrsta vélin á markaðnum sem fæst með USB Type-C sem er nýr staðall og verður líklega algildur í öllum tækjum innan tíðar. Þá skiptir engur máli hvernig kapallinn snýr en það er oft smá höfuðverkur

 

Nokia_N1

 

Vélin sem er Android vél sem kemur með Lollipop 5.0 lítur nokkuð glæsilega út og verðist vera ágætlega vel búinn

  • Örgjörvi:  64 bita Fjórkjarna Intel Atom sem keyrir á 2.3 GHz
  • Vinnsluminni  2 GB
  • Geymsluminni   32 GB
  • Þynngd  318 gr
  • Myndavélar  8 MP bakmyndavél og 5 MP selfie
  • Skjár  IPS skjár sem er 7.9″  (4:3) með Gorilla glass 3 og styrður 2048 x 1536 upplausn

Reikna má með Nokia N1 í sölu næstkomandi Febrúar/Mars en líka verður vélina bara til sölu í Rússlandi og Kína til að byrja með.

 

Heimild og frekar upplýsingar má finna á heimasíðu Nokia.

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir