Lapparinn fékk Lenovo Yoga 2 fartölvu lánaða frá Nýherja fyrir nokkrum dögum og hef síðan setið sveittur við prófanir á græjunna. Af því tilefni er nú komið á alnetið eitt stórglæsilegt afpökkunarmyndband sem við mælum eindregið með.

 

Eins og oft áður þá reynum við að velja íslenska tónlist í þessi myndbönd okkar enda af nógu að taka. Núna eru það snillingarnir í Hjálmum sem taka fyrir okkur lag sem heitir einfaldlega Lof.

 

Lappari.com er nýbúinn að splæsa í grafík sem notuð verður fyrir og eftir myndböndunum okkar. Við viljum nota tækifærið til að þakka Ágústi Ólafs tæknistjóra hjá N4 fyrir vinnu við hönnun og framleiðslu.

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir