Lappari er búinn að vera með Lenovo Thinkpad Yoga vél frá Nýherja að láni í nokkrar vikur. Þau mistök voru gerð að það gleymdist að gera afpökkunarmyndband þegar vélin barst okkur og því góð ráð dýr. Ákveðið var eftir stíf fundarhöld að gera í staðinn innpökkunarmyndband og vona ég að allir séu sáttir við þessa reddingu hjá okkur.

Að vanda er íslensk tónlist vandlega valin enda af nógu að taka en núna er það Lappara endurgerð af rólegu og fallegu lagi með Söldögg (hreinlega man ekki nafnið á laginu).

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir