Heim ÝmislegtAndroid Hvað gerist næst? Nokia X-línan

Hvað gerist næst? Nokia X-línan

eftir Magnús Viðar Skúlason

Eins og lesendur Lappari.com tóku eftir núna í febrúar þá kynnti Nokia formlega X-línuna frá sér. Miklar vangaveltur höfðu verið á kreiki í tækniheiminum alveg síðan snemma í haust um að Nokia væri með eitthvað Android-útspil á teikniborðinu og að það væri mögulega hið umdeilda ‘Plan B’ eins og það var kallað ef samstarfið við Microsoft í kringum Windows Phone myndi ekki ganga eftir.

Mikið hefur gengið á í málefnum Nokia síðan fyrstu fregnir af X-línunni komu upp á yfirborðið í haust en nú hefur Microsoft keypt farsímaframleiðslu Nokia og því myndi við fyrstu sýn teljast ólíklegt að Android-tæki geti átt einhverja framtíð undir heiti Nokia.

Hinsvegar þá vakti það talsverða athygli þegar Nokia kynnti Nokia X og Nokia XL á Mobile World Congress 2014 að Microsoft-menn voru afslappaðir og voru ekki að láta þetta tæki stuða sig mikið. Þvert á móti þá sjá allir sem að tækjunum koma þetta vera mjög öfluga leið fyrir Nokia og Microsoft að styrkja stöðu sína í Mið-Asíu, Indlandi og Afríku þar sem snjallsímavæðingin er komin talsvert skemmra á leið en í vesturheimi.
Bæði símtækin í X-línunni eru með viðmóti sem svipar mjög til Windows Phone-umhverfisins og er að auki að keyra á flestum þjónustuleiðum Microsoft og Nokia eins og með Nokia Store, Nokia Maps og fleira.

Viðbrögð markaðarins hafa ekki látið á sér standa. Útspilið hefur vakið mikla athygli og telja sérfræðingar að Nokia gæti hæglega selt á bilinu 15-20 milljónir af þessum símum á þessu ári. Það er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem að horfa framhjá þeirri staðreynd og því er hreinlega spurning hvort að Microsoft muni ekki halda áfram að þróa X-línuna og koma með fleiri tæki fyrir þróunarmarkaðinn á næstu misserum.

Engar líkur eru á að það komi flaggskipssími undir merkjum Nokia frá Microsoft sem keyrir á þessari Android-útgáfu en líklegt þykir að áhugasamir aðilar reyni hvað þeir geta til þess að komast yfir slíkt tæki ef færi gefst. Nú þegar er Nokia X fáanlegur í sölu m.a. á Indlandi í gegnum Amazon þar í landi.

Bæði Nokia X og XL munu fara í sölu í Austur Evrópu í löndum á borð við Rúmeníu, Ungverjaland og Serbíu þannig að ekki er útilokað að þessi símtæki rati jafnvel á markað hér, þ.e. ef innflutningsaðilar hérlendis verða nógu fljótir að grípa tækifærið á að kaupa þessa síma til landins ef mögulegt er.

Heimild: Cnet

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira