Heim Ýmislegt Vodagate – Hættu að deila upplýsingum

Vodagate – Hættu að deila upplýsingum

eftir Jón Ólafsson

Eins og alþjóð veit orðið þá varð “smávægilegt öryggisbrot” hjá Vodafone snemma í morgun og hver sem eftirmálin verða þá stendur eftir að gögnin eru búinn að fara víða að það er með öllu siðlaust að mínu mati. Mér þykir eðlilegt þegar kerfisstjórar, yfirmenn tölvudeilda, öryggisráðgjafar o.s.frv. skoða þessi gögn með það að markmiði að skoða hvort innri kerfi viðkomandi fyrirtækja eða stofnanna séu í hættu eða ekki.

Öll önnur meðferð að þessum gögnum er að mínu mati siðlaus og ber að stoppa af… sama á við um birtingu á efninu í hverri mynd sem það er en vitað er um efnið fór fljótlega á íslenska sem erlendar torrent síður ásamt því að nú er starfrækt ein Facebook síðu sem gerir ekkert annan en að birta stöðufærslur sem innihalda brot úr SMS skilaboðum viðskiptavina Vodafone.

Skömmin er sem fyrr hjá Vodafone fyrir að láta þetta gerast en jafnvel enn meiri hjá þeim sem dreyfa efninu og gera það aðgengilegt…. að auki er það refsivert.

 

Hér leyfi ér mér að birta tilkynningu frá Vodafone sem birtist á mbl.is fyrr í dag.

 

„Birting umræddra gagna getur haft í för með sér óafturkræfan skaða fyrir saklaust fólk.  Við hjá Vodafone minnum á að aðgát skal höfð í nærveru sálar og höfðum til siðferðiskenndar fólks um að taka ekki þátt í að dreifa umræddum gögnum.

Við bendum á að það er skýrt lögbrot að birta persónuupplýsingar af þessu tagi. Við biðjum þá sem nálgast hafa stolnu gögnin að eyða þeim hjá sér en deila þeim alls ekki.  Með því leggið þið ykkar á vogaskálarnar við að verja saklaus fórnarlömb þessa innbrots”

 

Ég tek undir með Vodafone og vill kvetja alla til að hætta þessu strax og tilkynna ef þið sjáið þetta gerast

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira