Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Þorsteinn Hreggviðsson

Föstudagsviðtalið – Þorsteinn Hreggviðsson

eftir Jón Ólafsson

Loksins kominn föstudagur og því kominn tími á föstudagsviðtalið. Þetta er partur af viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn að þessu sinni er eins og flestir sem hingað koma þungarviktarmaður á sínu sviði. Ef þú hefur einhverntíma hlustað á útvarp og þá helst X-ið á gullaldartíma þess, þá veistu pottþétt hver Þossi (aka Thossmeister) er. Hann er orðheppinn með eindæmum og því stórskemmtilegt að fylgjast með honum í útvarpi eða bara á Twitter en hann er ófeiminn við að tjá sig um flest milli himins og jarðar.

Þossi er ábyrgur fyrir allri tónlist sem ég hlusta á í vinnunni á fimmtudögum. Hann sér um þátt á Rás 2 sem heitir einfaldlega Streymi og er klukkan 19:30 á miðvikudögum en þessir þættir eru vitanlega aðgengilegir á vefnum.
Ef þú hlustar ekki reglulega nú þegar þá mæli ég með að þú skoðir þetta vel:  www.ruv.is/streymi

Ég er sannfærður um að Þossi hafi dæmt í einu plötusnúðakeppni félagsmiðstöðva sem ég tók þátt í áður en ég fór í DMC keppnina, þetta var í Frostaskjóli ca ´88. Veit ekki hvort þetta sé 100% rétt eða hvort Þossi muni eftir þessu og skiptir það kannski ekki öllu máli.

En jæja, hættum þessu rausi og hleypum Þossa að

 

 

Hver ert þú, hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Þorsteinn Hreggviðsson, er Stór Reykvíkingur og er 43 ára

Við hvað starfar þú?

Viðmótshönnuður og dagskrárgerðarmaður

Lífsmottó?

Sennilega, en það er breytilegt eftir stuði og stemmningu.

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Undanfarið hef ég verið með bæði fer eftir vinnu, en ég er hrifnari/vanari PC.

Hvað var fyrsti síminn þinn?

Philips Fizz sem var ótrúlega töff sími sem stóð upp í herðarblöð úr rassvasa og kláraði batteríið fyrir hádegi ef hann var notaður.

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung GD (gamalt drasl) ætti hann að heita en heitir síst Samsung Galaxy Gio S-5660. Hann hefur reynst mjög vel og ef ég fer ekki að skipta mjög fljótlega, þá verður hann sá sími sem ég hef átt lengst af öllum mínum símum.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann er svo sem ágætur en er orðinn full lúinn en helsti kosturinn er senninlega að hann er ekki of stór og fer vel í buxnavasa og þolir vel slæma meðferð, sem skiptir mig miklu máli.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Hvað hann er orðinn gamall og örmagna.

Í hvað notar þú símann mest (top 5 listinn)

Hlusta á tónlist, tala í hann, senda sms, Gmail, Twitter, Instagram.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég er hrifinn af Samsung og Sony en sennilega myndi ég taka sverasta Samsung sem ég fyndi.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Wired, techchrunch, smashingmagasine, awwwards eru þær sem ég skoða oftast ekkert endilega í þessari röð.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Shit happens.

 

Síðan er það skjáskotið frá Þossa

SC20131009-085955

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira