Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Kjartan Örn Styrkársson

Föstudagsviðtalið – Kjartan Örn Styrkársson

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að næsta viðtalinu hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Myndir með viðtali eru teknar af Ófeigr.

 

Viðmælandi minn í dag er þrælmagnaður strákur sem hlotið hefur mikla athygli í fjölmiðlum landsins síðustu daga en það er hann Kjartan Örn. Hann sigraði í sinn aldursflokk með leiknum “Destroy the Pollution” í alþjóðlegri forritunarkeppninni sem kallast Kodu Cup Challenge. Þessi keppni er á vegum Microsoft og var þema keppninar hin mikilvæga auðlind vatn og hvernig hægt er að ráðast gegn mengum.

Hægt er að lesa um sigurvegarana hér
http://blogs.msdn.com/b/imaginecup/archive/2013/09/04/kodu-challenge-winners.aspx

 

Kodu Cup er hluti af fjölmörgum verkefnum sem Microsoft settu af stað í kjölfar efnahagskreppunar. Þar á meðal er verkefnið YouthSpark sem snýst aðallega um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og fá krakka síðan til þess að taka þátt í forritunarkeppnum.  Kodu er sem forrit (hönnunarumhverfi) sem gerir fólki kleift að hanna sinn eigin leik fyrir Xbox og PC með einföldu og myndrænu forritunarmáli.

Í leiknum er aðalmarkmið spilaranns að útrýma verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból eða eins og Kjartann segir á heimasíðu keppninar.

 

The player has to destroy the sinister factory that is polluting the world, while finding life-giving water pools along the way.

“The message I want to send is that we need to be careful not to pollute our water because it is so important to all life. I actually won 1st place in the local Icelandic competition as well, so I’m extremely happy that I won the international first prize in my age group. If you work hard and strive to do a good job, anything can happen!”

 

Kjartann og fengið verðskuldaða athygli og verður mjög gaman að fylgjast með honum. Microsoft veitti honum góð verðlaun fyrir leikinn ásamt því að Microsoft á Íslandi gaf honum Nokia Lumia síma á verðlaunaafhendingu sem fór fram í Melaskóla. Forseti Íslandi hr. Ólafur Ragnar veitti verðlaunin að viðstöddum öllum nemendum skólans.

 

kjartan2

 

Nóg komið af rugli í mér, ég óska Kjartani alls hins besta og gef honum orðið.

 

 

Hver ert þú, hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Ég heiti Kjartan Örn Styrkársson og er fæddur í Reykjavík 3. júlí 2002 og er því ellefu ára.

Við hvað starfar þú?

Ég er nemandi í 6. bekk Melaskóla og tek auk þess þátt í ýmisskonar íþróttum, listnámi og tölvunámskeiðum og leikjum.
Þessar vikurnar tek ég þátt í æfingum kórsins fyrir óperuna Carmen sem frumsýnd verður í Eldborg í Hörpu 19. október nk.
Ég þjálfa fimleika og tennis í Gerplu og TFK, læri á fiðlu og trompet, syng í Drengjakór Reykjavíkur og leik við vini í Minecraft og fleiri tölvuleikjum. Einnig finnst mér gaman að teikna og mála. Svo hef ég ferðast í kringum heiminn m.a. til Kína.

Lífsmottó?

“Maður uppsker eins og maður sáir”

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Fjölskyldutölvan er Dell Alienware og notar Microsoft Windows 7.

Ertu búinn að forrita lengi?

Í 2 ár, byrjaði á Skema námskeiðum.

Hversu margar vinnustundir eru á bakvið leikinn og hvernig kveiknaði hugmyndin?

Ég vann í uþb. eina og hálfa viku við að forrita og fínpússa tölvuleikinn minn í Kodu Game Lab, leikurinn heitir “Eyðum mengun.” Hugmyndin kviknaði þannig að ég velti fyrir mér hversu margar verksmiðjur væru í heiminum, þær væru í raun of margar og væru að eyðileggja umhverfið og andrúmsloftið hægt og rólega. Mig langaði til að koma þeim skilaboðum á framfæri gegnum leikinn að við eigum að hugsa vel um plánetuna okkar.

Hvernig eru viðtökurnar við appinu?

Viðtökurnar við leiknum hafa verið mjög góðar, ég er hæstánægður með það og gaman að heyra að fólki finnst spennandi að spila leikinn minn bæði á Íslandi og erlendis.

Hvað er forrit/leikur er næst á dagskrá hjá þér?

Kannski smíða ég annað borð í leiknum sem snýst áfram um baráttuna við mengun en aðeins öðruvísi áherslur. Svo er spennandi að búa til flugvélaleiki og fótboltaleiki í Kodu Game Lab. Svo ætla ég líka að leika mér í Pivot þar sem maður getur búið til hreyfimyndir með Stickman.

Er app þróun mjög ólíkt því sem þú gerir dags daglega í skólanum.

Það er allt öðruvísi að búa til tölvuleiki en að vinna skólaverkefni, stundum skemmtilegra.

Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir verðlaunaféð?

Ég legg mestan hlutann inn á bankareikning til að safna fyrir háskólanámi í framtíðinni en svo væri gaman að kaupa nýja tölvu.

 

kjartan1

 

Hvernig síma ertu með í dag?

IPhone3 en svo var ég að fá nýjan Nokia Lumi í verðlaun í gær, hlakka til að byrja að nota hann.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Maður getur hlaðið niður leikjum og öppum og hann er með snertiskjá sem er mjög þægilegt. Svo er gaman að hljóðrita, taka video og ljósmyndir og skoða.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Já, hvað hann er hægur.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

IPhone 5C lítur vel út.

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

http://www.planetminecraft.com/ og tæknigreinum í dagblöðum, finnst líka gaman að lesa Lifandi Vísindi.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Þetta var gaman og skemmtileg keppni og ánægjulegt að ég skyldi vinna og að forsetinn gæfi mér verðlaunin í Melaskóla. Mig langar kannski að verða forritari þegar ég verð stór.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira