Heim MicrosoftWindows Mobile Instagram valkostir fyrir Windows Phone

Instagram valkostir fyrir Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Það vita flestir að Instagram gefur ekki út opinbert (e. official) Instagram app fyrir Windows Phone. Þetta hefur ekki stoppað forritara af, því það eru margir góðir valkostir fyrir Windows Phone 8 sem notendur geta valið um og langar mig að mæla með tveimur sérstaklega.

 

6tag

6tag er nýtt app frá Rudy Huyn sem er þekktur WP forritari en þetta er eina appið sem Instagram hefur fengið til prófunar og “samþykkt”. Þetta er þó ekki frá Instagram (official) en engu að síður er þetta eina appið sem hefur fengið gæðastimpil frá þeim.

 

6tag_Screens

 

Appið komið út í dag (22.08.2013) og fyrstu prófanir benda til þess að þetta verði mitt Instagram app héreftir það sem það er mjög hraðvirkt og með fullt af kostum sem hefur vantað eins og t.d. að taka og hlaða upp Instagram Video.

Hér er myndband frá WPCentral þar sem þeir renna yfir kosti appsins (ath þetta myndband er tveggja vikna gamallt og appið þá enn í Beta)

 

Uppfærsla
Appið er ókeypis með öllum þeim kostum sem það kemur með… það eru auglýsingum sem hægt er að losna við með því að greiða $1.29 (smellt á X). Það eru samt takmarkanir á því hversu mörgum myndböndum notandi getur hlaðið upp á Instagram ókeypis en með því að greiða $1.49 aukalega fær notandi fullann aðgang.
Þessi kostnaður er ekki til staðar í opinberu Instagram öppunum en skiljanlegur þar sem forritarinn þarf að fá eitthvað fyrir vinnuna sína ásamt því að hann þarf sjálfur að halda úti netþjóni til að vinna myndböndin og hlaða þeim upp.

 

Smelltu hér til að sækja 6tag

Rudy er einnig með flott Vine app sem heitir 6sec ásamt 9gag og Wikipedia öppum.

 

Instance

Instance var fyrsti alvöru valkosturinn sem getur gert allt sem hefðbundnir Instagram öpp geta (nema video upload) og hefur selst gríðarlega vel í Windows Store.

 

7 6 5 4

3 2 1 8

Ég hef notað þetta app síðan það kom út og get mælt með því þar sem þetta er einfallt, hraðvirkt og gott app

 

Hér er hægt að sækja Instance ókeypis (með auglýsingum)

Hér er hægt að sækja Instance (kostar $1.49)

 

Aðalmynd tekin af WPCentral

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira