Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Theodór Kr. Gunnarsson

Föstudagsviðtalið – Theodór Kr. Gunnarsson

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að sjötta viðtalinu hér á Lappari.com sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Sá sem við spjöllum við núna er Google´arinn hann Teddi sem verður seint flokkaður annað en harður Linux/Google/Android nörd. Það er gaman að fylgjast með Tedda og enn skemmtilegra að “rökræða” við hann um Google og Android. Hann er ávallt með puttann á púlsinum varðandi flest allt sem er í umfjöllun á hverjum tíma og skemmtilega litaður (meint mjög jákvætt). #blekking

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Theodór Kr. Gunnarsson, fæddur í Reykjavík en sá fljótlega að góða veðrið er alltaf fyrir norðan og flutti til Akureyrar.. í augnablikinu bý ég í Heidelberg í Þýskalandi og minnist alltaf þýskutímana í framhaldsskólanum og hversu mikið ég hugsaði að ég þyrfti nú ekki að taka vel eftir því ég ætlaði sko aldrei að búa í Þýskalandi.

Við hvað starfar þú?

Ég vinn á netdeild Google, nánar tiltekið forrita ég í kringum og set upp ljósleiðarakerfi útum alla evrópu og víðar. Ég er sumsé gaurinn á hinum endanum á ljósleiðaranum með vasaljósið að blikka leitarniðurstöðurnar til baka í tvíundakerfinu fyrir ykkur öll.

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er frekar gamaldags og er ennþá með Samsung Galaxy Nexus. hann spilar ennþá nýjustu leikina úr play store svo ég hef ekki spáð í því að skipta ennþá.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

já, það er góð spurning.. hann keyrir android 4.3 og var ókeypis!

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

ætli batterílífið sé ekki mest pirrandi.. annars er þetta alveg ágætissími.

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

þetta er ómissandi í vinnunni, hvort sem maður er týndur í evrópu að leita að litlum skúr með ljósleiðaragræjum í eða að taka myndfund með vinnufélögunum hvar sem maður er staddur

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericsson GA 628 með batterí uppá gott sem 3 daga ef maður notaði hann ekkert, hef bara átt Ericsson/Sony Ericsson síma þangað til Android kom út

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

ætli ég væri ekki til í að prófa nýja motorola moto x símann, annars væri gott að hafa síma sem að batteríið myndi nú duga í 2-3 daga í venjulegri notkun

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

ég er voða slappur í því, kíki annað slagið á engadget en annars fæ ég þetta flest í gegnum flipboard í símanum/spjaldtölvunum

Er Google evil?

Engan veginn, best er að muna bara hvernig þetta var allt og væri jafnvel ennþá?.. ef Chrome, Android, Gmail og Google Maps/Earth hefðu ekki orðið til, samkeppni er alltaf til góðs!

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ætli ég komi ekki bara með smá evrópska flugvallastjörnugjöf til að hafa þetta öðruvísi!

 

KEF – 4

ARN – 4

CPH – 4

OSL – 3

HEL – 4

DUB – 2

LHR – 2

STN – 2

MAN – 2

BRU – 0

FRA – 4

STR – 2

FKB – 1

MUC – 3

HAM – 3

TXL – 2

AMS – 2

CDG – 1

NCE – 3

ZRH – 4

MAD – 2

LIS – 2

BNC – 2

LJU – 2

DME – 1

 

Norður / Suður Ameríka, Eyjaálfa, Afríka og Asía bíða betri tíma fyrir stjörnugjafir

Síðan er það skjáskotið af Nexusnum hans Tedda

Screenshot_Teddi

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira