Heim Föstudagsviðtalið Mánudagsviðtalið – Árni Már Harðarson

Mánudagsviðtalið – Árni Már Harðarson

eftir Jón Ólafsson

Í tilefni af því að það er mánudagur…. þá birtum við nú Föstudagsviðtal !!!!

Ruglingslegt er það en ég vildi endilega koma þessu að núna þar sem þessi peyji stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er að halda öryggisráðstefnu á Hilton sem ég mæli eindregið með að þú skoðir en sjaldan hafa jafnmargir (alvöru)hakkarar verið saman komnir á einum og sama staðnum á Íslandi.

Sá sem spjallað verður við í dag er nefnilega “alvöru” hakkari en þetta er hann Árni Már sem er eins og síðustu tveir sem teknir voru í viðtal, harðkjarna tölvunörd. Hann er að berjast við að læra að drekka kaffi eins og fullorðna fólkið, er harður Manchester United maður og góður félagi. Hann vinnur sem öryggisráðgjafi sem er bara fancy orð yfir mann sem skoðar tölvukerfi fyrirtækja, finnur veikleika og kennir fyrirtækjum hvernig á að laga hann.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er Árni Már og er 29 ára Akureyringur, ég hef samt ekki búið á Akureyri undanfarin ár þar sem ég hef verið bæði búsettur í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ég hef verið að fikta við tölvunar frá því ég var ungabarn og er enn í dag að fikta, enda er besta leiðin til að sjá hvernig hlutirnir virka er einmitt að fikta!

Við hvað starfar þú?

Ég starfa sem “Principal Security Researcher” hjá fyrirtæki sem heitir Syndis (www.syndis.is) sem ég ásamt nokkrum öðrum stofnuðum í byrjum þessa árs. Það sem ég geri daglega í vinnunni er að finna veikleika í hinum ýmsum kerfum, minn tími fer einnig í að þróa nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta sér í að brjóta upp hugbúnað og komast fram hjá öllum þeim vörnum sem t.d stýrikerfin hafa verið að bæta við.

Hvernig síma ertu með í dag?

Í dag er ég að nota HTC síma en það styttist í að ég fæ mér nýjan. Ég sá um daginn að sá sími kemur út 10.sept.

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sé ég mjög fá kosti við þann síma sem ég er með í dag nema hvað rafhlaðan endist mun lengur en þeim símum sem ég hef verið með undanfarið. Sú ástæða getur samt verið að ég nota þennan síma mun minna en hina sem ég hef átt.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Forrit sem virka illa.

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Síminn er ómissandi fyrirbæri bæði í vinnu og í lífinu almennt.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110, besti sími allra tíma. Ekki verra var að ég vann hann í kóktappa. Hvar er samt Nokia í dag?

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 5!

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Random blog sem ég finn með því að fylgjast með Twitter. Er meira fyrir að flygjast með tækni tímaritum t.d Wired

Er Google Evil?

Google er semi evil, þeir gera nákvæmlega það sem þeir segja að þeir geri (alltaf gott að lesa það sem þú ert að skrifa undir…) en það sem þeir geta gert er mjög scary, enda stjórna þeir stærsta partinum af netinu. Það er ykkar mál að dulkóða það sem fer á milli ykkar og Google, það er hægt að gera með því að t.d dulkóða póstinn, nota VPN tengingar og svo framvegis.

Mælir þú með Android fyrir viðskiptavini þína?

Android er ekki svo slæmt, það eru auka fídúsarnir sem söluaðilar eru að bæta í vöruna sem eru að valda flestum öryggisveikleikum í símunum. Þess vegna myndi ég klárlega mæla með t.d Nexus sem er bara hrár Android sími. Alltaf samt best að meðhöndla símann eftir “best practice”

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Mæli eindregið með því að fólk hitti mig núna í lok ágúst á Nordic Security Conference, þetta er ráðstefna sem ég er að skipuleggja og er með mjög gott úrval af fólki sem er að koma erlendis frá (einnig Íslendinga) til að tala á ráðstefnunni, seinast þegar ég taldi þá var þetta nálægt 40 manns? Þetta er tveggja daga ráðstefna og alls ekki dýr ef þú skoðar úrvalið sem er að koma og gæðin á þessari ráðstefnu er með því besta sem ég hef seð þannig að þú sparar (sama ástæða og konur eru alltaf að spara þegar þær fara á útsölur) helling á því að koma á þessa ráðstefnu í stað þess að fara erlendis á samskonar ráðstefnu.

Fyrir áhugasama þá getið þið séð heildardagskránna hérna: http://www.nsc.is/schedule

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira