Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Gísli Guðmundsson

Föstudagsviðtalið – Gísli Guðmundsson

eftir Jón Ólafsson

Hér er Gísli (hægra megin) með Halldóri Jörgensyni framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi

 

 

Nú er komið að þriðja viðtalinu hér á Lappari.com sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Sá sem við spjöllum við núna er hann Gísli Guðmundsson kerfisstjóri hjá Advania en hann er fyrstur Íslendinga til að fá MVP vottun frá Microsoft… Gríðarlega góður árangur og verður Gísli ávarpaður sem Sir Gísli héreftir fyrir vikið.
Sir Gísli er harður tölvunörd og þeim sem fylgjast með “í bransanum” vel kunnugur. Það er gaman að fylgjast með Gísla og verður spennandi að sjá hvort þessi MVP viðurkenning hafi áhrif á IT markaðinn hérlendis.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Gísli heiti ég, sonur Guðmundar. Fæddist í Reykjavík 1978. Einfallt svar við því hver ég er er að ég er tölvunörd, en ég byrjaði fyrst að hafa áhuga á tölvum og möguleika þeirra um 6 ára aldur. Fyrsta tölvan var sinclair spectrum og lærði bæði ensku og basic með því að skrifa 600 blaðsíðna forritunar bók sem afi gaf mér, en þá var ég um 6 ára aldurinn, verst við þetta að ég gat ekki vistað þetta á spólu og bað mömmu vinsamlegast ekki slökva á tölvunni.

 

Við hvað starfar þú?

Ég vinn við hönnun, uppsetningu og umsýslu á hýsingar og ýmsum fyrirtækis tölvukerfum.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með samsung s3, besti sími sem ég hef átt fyrir utan nokia 5110.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Batteríið er fljótt að fara ef maður gleymir að slökkva á forritum, frekar leiðinlegt.

 

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Já ómissandi, ef maður á að læra á tæknina verður maður að vera með puttana í því.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Keypti mér fyrsta símann sem var ekki með loftneti, hann var alveg hrikalegur. En það var töff að vera með GSM í bænum og hringja eitthvað út í buskan til að vera enn meira töff.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég myndi velja samsung s4

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Það eru svo margar, en tæknisíða væri það gizmodo.com. Er algjör gadget dýrkandi.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Að ná MVP er svona það stærsta sem ég hef náð, en auðvitað búinn að taka MCSE 2012 í server infrastructure. MVP segir líka svoldið að Íslenskir tölvunerðir eru bestu sérfræðingar í heimi í tækni, miða við höfðatölu, enda er líka töff að vera nörd í dag.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira