Heim ÝmislegtGoogle Uppfært – Vandamál Android í hnotskurn

Uppfært – Vandamál Android í hnotskurn

eftir Jón Ólafsson

Tafla uppfærð 04.07.2013 – ásamt uppfærslu neðst

 

Ég deildi frétt á Facebook í gærkvöldi sem er svo sem ekki frásögufærandi á þessum síðustu og verstu en í framhaldi af því lenti ég í orðaskaki við nokkra Droid´ara sem er efniviður að þessum pistli. Fréttin sem ég deildi er af Arstechnica og fjallar um að HTC hafi dregið til baka fyrri yfirlýsingar um að þeir muni uppfæra HTC One S sem kemur með Android 4.1.1 uppí Android 4.2.

Þeir sem að þekkja mig vita að ég hef ekkert á móti Android enda notaði ég það sjálfur og líkaði vel. Stærsta vandamál Android að mínu mati er að framleiðendur ráða því hvaða símar eru uppfærðir og þá hvenær. Ég lenti í þessu síðast þegar ég var með Android síma og í framhaldi gafst ég uppá Android.

Til að undirstrika: Ég hef ekkert á móti Android……  ok allir með það á hreinu??

 

Eftir orðaskakið á Facebook þá ákvað ég að skoða vefverslanir hjá Símanum, Vodafone og Nova og skráð niður símatæki og útgáfur af Android sem eru á Android símtækjum fyrirtækin selja. Ég skellti þessu saman í einn tækjalista en úrvalið er vitanlega mismunandi milli fyrirtækja

 

UPPFÆRSLA 1

Taflan er uppfært 04.07.2013 eftir ábendingur frá Símanum….  taflan sýnir hæðstu mögulegu uppfærslu sem fáanleg er fyrir viðkomandi síma í dag. Galaxy Ace II kemur t.d. með Android 2.3 en er uppfæranlegur í Android 4.1.2 og því er það hér í töflu

Ég var með þeim fyrstu hérlendis sem keypti mér HTC One X sem er algert trillitæki enn í dag en ég fékk hann apríl/maí 2012. Hann var flagskip HTC þegar hann kom út og var með Android 4.0.4 (ICS) sem var nýjasta útgáfan á þeim tíma.

9 Júlí 2012 tilkynnti Google um uppfærslu fyrir Android sem ber heitið 4.1 Jelly Bean. HTC tilkynnti seinna í sama mánuði að HTC One X og One S muni fá þessa uppfærslu. Þeir sögðu svo sem aldrei hvenær og sviku síðan þá sem keypti One S (linkur í frétt að ofan) og í raun og voru líka þá sem keyptu One X. Þegar styttist í að Andoird JB færi að rúlla út (Nóvember 2012) þá hóf HTC sölu á nýju flagskipi sem heitir HTC One X+ og kom hann út með Android 4.1 en ekkert bólaði á uppfærslunni fyrir One X. Þarna vildu HTC greinilega selja mér nýjan síma með því að seinnka uppfærslu á 5-6 mánaða gömlum síma sem var nokkuð pirrandi.

Ég ákvað að taka ekki þátt í þessu lengur og skipti úr HTC One X undir lok síðasta árs en hef heyrt að notendum hérlendis sem fengu Android 4.1. uppfærsluna í byrjun árs. Það er allavega jákvætt fyrir þá sem eru ekki með straxveiki eins og ég en spurning hvort þeir fái nokkurn tíma Android 4.2. ??

 

Mér skilst á Droid´urum sem ég var að “rökræða við” í gær að þetta væri ekkert vandamál þar sem að menn bara root´a símana og setja þannig upp nýjasta stýrikerfið. Þetta gerði ég hér áður en get ekki mælt með þessu fyrir venjulega notendur þar sem að ferlið er ekki einfalt og létt að eyðileggja símtækið  (brick´a). Fyrir utan að menn átta sig ekki á öryggisáhættum sem þeir bjóða heim með því að opna kerfið með Root og síðan setja upp stýrikerfi sem einhver “gaur” bjó til í bílskúrnum heima hjá sér. Ég á líka von á því (vona hreinlega) að fleiri fyrirtæki hafi vit á því að læsa kerfunum sínum (með MDM) þannig að root´aðir og/eða Jailbrake´aðir símar geti ekki tengst kerfum þeirra.

Microsft og Apple senda sjálf út uppfærslur “yfir loftið” (OTA) til notenda og geta þannig uppfært símtæki sem framleiðendur vilja jafnvel ekki að selja lengur. Þannig er komið í veg fyrir svona OneX/OneX+ bull eins og ég lenti í sjálfur.

Microsoft reyndar klúðraði málunum að mínu mati með fyrstu útgáfu af Windows Phone sem hefur WP7. Símtæki sem voru seld með WP7 geta ekki uppfært í WP8 en hafa samt fengið uppfærslur og eru að fullu stutt af Microsoft þangað til í September 2014.

 

Uppfærsla 2

Myndin lítur aðeins betur út eftir þessa uppfærslu en skilur samt eftir þá staðreynd að Android símar í sölu á Íslandi eru almennt að keyra á gömlu stýrikerfi. Hafa verður líka í huga að notendur hafa val um hvort þeir uppfæri í nýjustu útgáfu eða ekki.

  • 4.2.x  –  17% síma í boði eru uppfæranlegur í þessa útgáfu sem 234 daga gömul.
  • 4.1.x  –  61% síma í boði eru uppfæranlegur í þessa útgáfu sem 361 daga gömul.
  • 4.0.x  –  22% síma í boði eru uppfæranlegur í þessa útgáfu sem 567 daga gömul.

 

Heimildir
Wikipedia (Android útgáfur)
Síminn
VodaFone
Nova

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

2 athugasemdir

Einar 03/07/2013 - 20:47

LG Optimus L5 II er með OTA…

Reply
Lappari 03/07/2013 - 20:57

Sæll Einar.

Þessir símar hér að ofan eru allir með OTA feature en ég held að það hafi verið innbyggt í Android síðan 1.6 eða allavega síðan 2.x. Málið er að framleiðendur (Samsung, HTC o.s.frv.) vilja miklu frekar selja þér nýjan síma en að uppfæra símann sem þú átt.

Google ræður engu um hvaða símar fá uppfærslur og það er punkturinn sem ég er að reyna að benda á… Það eru bara 2 Android símar seldir hér á landi sem keyra á nýjustu útgáfunni af Android sem þó er að verða árs gömul. Mér finnst þetta vera stór stór galli.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira