Heim ÝmislegtApple RÚV gerist snjallara og snjallara…

RÚV gerist snjallara og snjallara…

eftir Haraldur Helgi

Nú í liðinni viku kynnti RÚV nýtt smáforrit ætlað í 4. kynslóð Apple TV. 

Forritið heitir einfaldlega Útvarp og er þar að finna allar rásir RÚV sem og Sarpinn fyrir útvarpsþætti þá er sendir eru út á vegum RÚV, og mælum við þar sérstaklega með Í ljósi sögunnar.

Tilkynning RÚV er sem hér segir:

Útvarp og sjónvarp fyrir Apple TV

Útvarps app er nú komið fyrir 4. kynslóð af Apple TV sem einnig innheldur Sarpinn fyrir útvarpið, þar sem hægt er að hlusta á eldri þætti. Hægt er að finna appið í App Store fyrir tvOS með því að leita að “Utvarp” eða nota slóðina í Útvarp í App Store.

Einnig er komið RÚV app fyrir 4. kynslóð Apple TV, sem sýnir beint sjónvarpsstreymi RÚV. Fljótlega mun koma Sjónvarps app, þar sem bæði má sjá sjónvarpið og nálgast eldri þætti í Sarpinum, eins og Útvarps appið gerir nú. Hægt er að nálgast appið fyrir tvOS í AppleTV í App Store.

Ath. notendur þurfa að vera með 4. kynslóð af Apple TV, vegna þess að fyrri kynslóðir koma ekki með App Store..

Notendur þurfa að uppfæra stýrikerfið í tvOS 10 með því að fara í:
“Settings” -> “System” -> “Software Updates” -> “Update Software”.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira