Heim ÝmislegtRitstjóri Windows 8 slær í gegn hjá notendum

Windows 8 slær í gegn hjá notendum

eftir Jón Ólafsson

Kannski ekki ný frétt en mér finnst athyglivert að fylgjast með þeim mikla meðbyr sem Windows 8/RT/Phone er með í vængjunum þessar vikur og mánuði. Segja má að notendur séu hægt og sígandi að taka nýtt og umbreytt notendaviðmót í sátt og farnir að tileinka sér það.

Mér finnst trendið vera að notendur elska kerfin meðan tæknibloggarar rífa það sumir í sig. Þetta segi ég afþví að ég hef lesið niðurstöðu nokkra Topp Lista notenda (End Users) yfir snjalltæki ársins 2012. Oft er þetta á miðlum sem velja iPhone/GalaxyS3 sem snjallsíma ársins og iPad/Nexus sem spjaltölvu ársins.

Hér er áhugaverð niðurstaða úr topp lista 2012 hjá Engadget en þar tóku rúmlega 280.000 notendur þátt.
Engadget Awards 2012 – Reader´s Choice

  • Snjallsími 2012 meðal lesenda:  Nokia Lumia 920 (Windows Phone 8)
  • Spjaldtölva 2012 meðal lesenda: Microsoft Surface RT (Windows 8 RT)

 

Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro umfjöllun

 

Mynd af imgur.com

Tæknibogg- og tímarit hreinlega elska að hata allt nýtt sem Microsoft gerir og hefur það aukist ef eitthvað er síðustu árin. Oft fær maður á tilfiningunni að menn eyði löngum tíma í að finna umdeilanlegt topic til að skrifa um, bara til að fá smelli á linkana sína (AdSense anyone?).

Vinsælt hefur verið að fullyrða að Windows 8 muni klikka því kerfið sé jafnvel enn verra en Vista var eða bara vegna þess að það VANTAR START TAKKA. Stór orð, sérstaklega þar sem Vista var svo sem ágætt eftir SP2.

Ed Bott skrifaði athygliverðan pistill á ZdNet fyrir nokkrum dögum þar sem hann tekur saman tölfræði af Amazon.com. Þetta er svo sem ekki vísindaleg könnun en engu að síður þá er þetta opin könnun þar sem allir geta gefið viðkomandi stýrikerfi einkunn á skalanum 1 til 5.

 

ekunAma

Meðaleinkunn er því: Windows Vista er með 2.7 stig, Windows 7 með 3.7 og Windows 8 með 3.2

Þemað hérna virðist vera að Windows 8 er mitt á milli Windows Vista og Windows 7 í vinsældum. Miðað við hversu dramatískar breytingar á viðmóti notenda Microsoft fór í því þykir mér þetta nokkuð jákvætt. Reyndar er almennt talið að Windows 8 fái sömu meðfærð hjá notendum og Windows XP. En XP var töluvert breytt frá Windows 2000 og var ekkert of vel tekið í byrjun, það viðhorf breytistmeð hverjum Service Pakka og er XP enn notað víðsvegar um heim.

Í upphafi var meðaleinkunn Windows XP um 3.4 stig sem hækkaði í 3.9 við SP2 og verður því athyglivert hvað gerist við Windows 8.1.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

4 athugasemdir

Gulli 05/04/2013 - 19:49

“Oft er þetta á miðlum sem velja iPhone/GalaxyS3 sem snjallsíma ársins og iPad/Nexus sem spjaltölvu ársins” Ertu að tala um Símon.is 😉

Annars svararu spurningunni þinni ágætlega með Amazon einkunnargjöfinni. Windows 8 er lélegra, að mati neytenda, en öll Windows síðustu 12 árin fyrir utan Vista.

Reply
Lappari 05/04/2013 - 21:40

hehe Heldurðu það Gulli 🙂 Neita þvi ekki að ég hugsaði til Simon en það er ekkert einsdæmi svo sem, er meira svona tilfinningin sem ég hef.

Skil hvað þú meinar með einkunnargjöfina en ég sé þetta ekki með “sömu gleraugum”.. Ég vill frekar meina að Windows 8 er ekki nærri því eins slæmt og umsagnir tækniblogga/miðla segja
Hef heyrt menn segja að þetta sé endarlok desktop, verra en Vista, WinME aftur….
Mér fannst áhugavert að benda á að umsagnir notenda eru ekki alslæmar og fréttir af andláti Windows 8 og Microsoft í heild voru ótímabærar 🙂

Reply
Gulli 05/04/2013 - 21:48

Ég var nú bara að benda á að þú spurðir á twitter hvort Windows 8 slær í gegn hjá notendum og samkvæmt viðskiptavinum Amazon þá er það aðeins betra en Vista, sem telst varla til meðmæla ;-).

Fyrir mitt leyti þá skipti ég þessu í tvennt. Windows 8 fyrir tablet er gott og hefur möguleikann á því, með auknu framboði af hugbúnaði, að verða frábært. Smooth og lookar mjög vel. Windows 8 fyrir laptop án touch eða desktop meikar ekki sens fyrir mér og ég geri ekki ráð fyrir að uppfæra úr 7.

Reply
Lappari 05/04/2013 - 22:08

Vera með massívar Bold spurningar (helst í CAPS) á Twitter til að draga fólk hérna inn..
Þær þurfa síðan ekkert að tengjast pistlinum 🙂

Já ég er sammála með tablet en er samt alveg að fíla á laptop/desktop líka. Gerði það ekki í byrjun því ég uninstallaði Win8 Betu eftir 1-2 daga og setti ekki upp fyrr en Win8 varð RTM. Ég eyddi bara smá tíma í að skipuleggja heimaskjá og þá var málið steindautt..
Ef ég segi eins og er þá nota ég “metro” svo til ekkert þegar ég er á laptop/pc.. smelli á Desktop icon í metro þegar ég mæti í vinnu og þá er ég kominn á gamla góða desktop og síðan er það Outlook, Skype, IE og RDP linkar á taskbar, hef ekkert að gera í metro aftur. Fer vitanlega alltaf þangað þegar ég leita að skjölum > winkey > nafn enter… er agalegur keyboard shortcut í vinnu… nenni helst ekki að snerta músina 🙂

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira