Heim Ýmislegt Heimsóknir 2016 og vinsælar færslur

Heimsóknir 2016 og vinsælar færslur

eftir Jón Ólafsson

Eins og oft þegar árið klárast þá skoðum við færslur ársins og reynum að átta okkur á hvað þið lesendur okkar hafið skoðað mest á árinu. Árið hefur verið mjög gott og eins og undanfarin ár hefur verið vöxtur í heimsóknartölum en aldrei áður höfum við hefið fleiri einstaka gesti á Lappari.com og það gleður okkur og kvetur áfram.

Eins og sjá má hefur verið jöfn og góð aukning í heimsóknartölum á Lappari.com frá upphafi..

Tölfræði úr JetPack

 

Þess má geta að Lappari.com hefur síðustu mánuði birt greinar á Facebook í nýju formati sem kallast einfaldlega Facebook Articles en þá vistar Facebook greinina í raun að einhverju eða öllu leiti á Facebook sem bætir upplifun lesenda mikið þegar færslan er opnuð beint af Facebook. Gallinn (ef galli má kalla) er að þó sá að tölfræðin skilar sér illa eða ekkert til okkar, þannig gerum við ráð fyrir mun fleiri heimsóknum enn sjást í raun og veru í þessu söluriti.

Við erum samt ekki í þessu fyrir smelli eða heimsóknartölur og þetta því bara hégómi sem skiptir engu máli. (eða eiginlega engu máli)

 

Gaman er líka að sjá hversu bætt hefur í vinafjöldann okkur á Facebook….  samt metum við vitanlega gæði umfram fjölda  🙂

 

Hér eru síðan 10 vinsælustu færslur ársins 2016 eins og staðan er í dag, fyrir aftan er aldur greinarinnar og þá fjöldi daga síðan viðkomandi grein var birt.

  1. Routerleiga símfyrirtækja     (birt fyrir 223 dögum)
  2. Er hægt að opna Deildu og Piratebay eftir lögbannið?     (birt fyrir 783 dögum)
  3. Viltu skipta út router frá Símanum eða Vodafone?     (birt fyrir 478 dögum)
  4. Ertu að fá HD sjónvarpsmerki frá Símanum og Vodafone?     (birt fyrir 281 dögum)
  5. Samsung Galaxy S7 EDGE     (birt fyrir 253 dögum)
  6. Rangstaða útskýrð fyrir venjulegu fólki     (birt fyrir 204 dögum)
  7. Vodafone afhendir ekki 1080i merki til viðskiptavina     (birt fyrir 280 dögum)
  8. Eg lagaði þráðlausa netið mitt með Unifi     (birt fyrir 29 dögum)
  9. Gleðifréttir frá Vodafone     (birt fyrir 280 dögum)
  10. Snertilausar greiðslur og áhættur tengdar þeim     (birt fyrir 97 dögum)

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira