Heim Ýmislegt Rangstaða útskýrð fyrir venjulegu fólki

Rangstaða útskýrð fyrir venjulegu fólki

eftir Haraldur Helgi

Þar sem það styttist óðum í EM þá tel ég þörf á því að útskýra þetta fyrirbæri sem rangstaða er. Ég hef aldrei skilið hana fyrr en nú, enda yfirlýstur anti-áhugamaður um fótbolta en tel mér skilt að útskýra þetta fyrir öðrum í mínum sporum..

Ímyndaðu þér að þú sért í tölvuverslun, númer tvö í röðinni frá búðarborðinu. Fyrir aftan afgreiðsludömuna er linsulok eða skjákort sem þig dauðlangar í, en konan sem er fyrir framan þig í röðinni hefur líka mikinn áhuga á þessu sama hlut. Hvorugt ykkar er með veski.

Það segir sig sjálft að það væri helber dónaskapur að ryðjast fram fyrir konuna, sérstaklega þar sem þú ert ekki einu sinni með veski til að borga fyrir hlutinn.
Sölumaðurinn bíður bara rólegur við búðarborðið og pússar neglurnar um leið og hann plottar heimsyfirráð.

Vinkona þín er að máta nýju Lenovo Carbon X aftar í búðinni og sér þig í vanda. Hún býr sig undir að henda veskinu sínu til þín. Ef hún gerir það, þá máttu grípa veskið, fara fram úr konunni og kaupa hlutinn.

Í miklum vandræðum mætti vinkonan henda veskinu sínu fram fyrir konuna og, á meðan veskið er í loftinu, mættir þú skjóta þér fram fyrir konuna, grípa veskið og kaupa hlutinn sem þig langar í.

En ávallt þarf að muna að þangað til að veskinu er kastað, er dónalegt að stinga sér fram fyrir konuna.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira