Heim ÝmislegtAndroid Alcatel Idol 3 – Fyrstu kynni

Alcatel Idol 3 – Fyrstu kynni

eftir Jón Ólafsson

Lappari er með nýjan síma frá Opnum Kerfum í prófunum þessa dagana en þetta er Alcatel Idol 3 sem er auglýstur á heimasíðu umboðsaðila á 62.990, gera má ráð fyrir því að hann verði eitthvað ódýrari hjá endursöluaðilum. Það þekkja flestir Alcatel en mögulega hafa fæstir af lesendum okkar haldið á eða notað Alcatel snjallsíma en það fer mögulega að breytast.

 

Hér má sjá Idol 3 unboxing myndband

Fyrstu kynni

Við erum bara nýbyrjaðir í prófunum okkar á Idol 3 en hér er það helsta.

Idol 3 er með tveimur fjórkjarna örgjöfum… Annar keyrir á 1,5GHz og hinn sem keyrir sensora og bakvinnslu keyrir á 1GHz. Það er merkilega ótrúlegt að hugsa til þess að þessi sími er með helmingi fleirri örgjöfum en tölvan sem þetta er skrifað á.

Síminn virkar ágætlega sprækur eins og gefur að skilja og skjárinn er skapur og bjartur. Hann er mjög léttur, er þægilegur í hendi og hægt er að nota tvísmell (double-tap) til að vekja og svæfa skjáinn.

Síminn er með góðum JBL hátölurum og mic á báðum endum og því skiptir engu máli hvernig notendi snýr símtækinu, ef hann er á hvolfi þá snýst allt viðmót við en eftir því sem við vitum best þá er þetta einu síminn á markaðnum sem gerir þetta.

 

Helstu speccar

 • Kynntur: Mars 2015 en kemur í sölu í Q3
 • Stýrikerfi: Android Lollipop
 • Skjár: 5,5″ HD IPS LCD capacitive skjár með 1920 x 1080 upplausn við 401 ppi
 • Kubbasett: Snapdragon 615
 • Skjástýring:  Adreno 405
 • Örgjörvi: Fjórkjarna Cortex-A53 @ 1,5GHz og fjórkjarna Cortex-A53 @ 1GHz
 • Vinnsluminni: 2GB
 • Geymslurými: 16GB
 • Hátalarar:   JBL stereo hátalarar
 • Rafhlaða: 2910 mAh
 • Myndavélar: 13MP aðalvél með Sony linsu og 8MP (1080p) fyrir myndsímtöl (sjálfur).
 • Annað: Rauf fyrir allt að 128GB microSD kort – Bluetooth 4.1 – WiFi 802.11 a/b/g/n – DLNA – Hotspot – A-GPS – FM útvarp – microUSB 2 fyrir hleðslu – 3.5mm tengi fyrir heyrnartól

Stærðir í mm eru: Hæð: 152,7 – Breidd: 75,1Þykkt: 7,4

 

 

Enn sem komið erum við sáttir við tækið og því ekkert annað fyrir okkur að gera nema halda áfram prófunum okkar og minni ég á ýtarlegri umfjöllun sem von er á fljótlega.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira