Heim ÝmislegtApple Office 2016 preview fyrir MacOS

Office 2016 preview fyrir MacOS

eftir Gestapenni

Þá er komið að þriðja gestapistlinum sem birtist á Lappari.com og fagna ég þessum pistlum ávallt mikið því ég vill meina að allir hafi hér aðgang að miðli þar sem hægt er að koma á framfæri mismunandi skoðunum og reynslu. Þessir pistlar birtast algerlega óritskoðaðir með þeim fyrirvara þó að við lesum þetta yfir og gætum þess að höfundar sýni öðrum háttvísi og fari eftir almennum mannasiðum við sín skrif.

Ritstjórnarstefna Lappari.com tekur á málfari, háttvísi o.s.frv. en gefur ritara annars frjálst val varðandi efni og efnistök.

——————————–

 

Höfundur: Tryggvi Jónsson

Það er talsvert stökk framundan fyrir MacOS notendur en næsta útgáfa af Microsoft Office mun detta inn á öðrum ársfjórðungi. Núna er búið að gefa preview útgáfur af vinsælustu forritunum, þ.e. Words, Excel, PowerPoint, Outlook og OneNote. Office 2016 verður svo aðgengilegt Office 365 áskrifendum þegar það kemur út á senni hluta ársins. MacOS notendur þurfa að vera komnir í nýjustu útgáfu (Yosemite 10.10.x) til að keyra þessa forútgáfu en sú útgáfa er ókeypis uppfærsla.

Forritin eru öll komin í nýtt og “módern” útlit eins og gefur að skilja en kannski stóru fréttirnar í þessari útgáfu fyrir flesta er að tenging við skýjaþjónustur Microsoft eru miklu betri. Þá bæði einkageymslu (OneDrive), fyrirtækjageymslu (OneDrive for Business) og samvinnusvæði (Sharepoint). Sem eru góðar fréttir fyrir okkur Office 365 notendur því OneDrive for Business hefur hingað til ekki verið með “official” stuðning á MacOS.

 

of1

 

Borðinn er orðinn eins og í systurforritunum á Windows og allt “look and feel” greinilega hugsað þannig að notendur geti gengið beint á milli ólíkra útgáfa af Office vöndlinum á hvaða stýrikerfi eða snjalltæki sem er.

 

of2

 

Ein af vanmetnu stjörnum Office pakkans er Onenote en það forrit fer fyrst að dansa þegar það er komið í samband við skýjaþjónustur Microsoft og póstkerfi.
Það munu detta inn ný “build” af þessum tæplega 3GB pakka reglulega þangað til hann er tilbúinn. Eins og gengur og gerist með “preview” er ekki allt tilbúið og ekki allt alveg stöðugt. Því er gott að þessi pakki getur lifað í sátt og samlyndi við eldri Officepakka.

Hægt er að sækja previewið á vef Microsoft með því að smella hér.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira