Heim MicrosoftWindows Mobile Stilltu tilkynningar frá forritum

Stilltu tilkynningar frá forritum

eftir Jón Ólafsson

Með Windows Phone 8.1 uppfærslunni þá fengu notendur meira frelsi til að stilla tilkynningar frá forritum og hvernig þær berast. Það er nú hægt að velja hljóðmelding, víbring og hvort forritið gefi tilkynningar í nýju tilkynningastöðina (Notification Center).  Við munum renna i gegnum þetta ásamt hvíldarstundum (Quiet Hours) sem verður hægt að nota þegar Cortana hefur verið gerð virk.

 

Stilling á tilkynningum

Farið í Settings > Ringtones+Sounds og þar neðst er smellt á Manage app sounds.

Ef smellt er á t.d. Messaging sem eru tilkynningar frá SMS þá er hægt að

 • Slökkva eða kveikja á tilkynning
 • Láta sjást í tilkynningastöð (show notification banners)
 • Velja sér tón  (Notification sound)
 • Láta síma víbra   (vibrate)

Svona er hægt að sérstilla hvert forrit og hversu mikið það ónáðar okkur.

wp_ss_20141215_0003

 

 

Stilling á Quite Hour

Cortana er æði mögnuð aðstoðarkona, svona getur þú látið hana sjá til þess að þú sofir í friði fyrir tilkynningum en hún virkar bara ef notandi er með símann stilltan þannig að Cortana virki (þarftu hjálp við það?)

 

Opnaðu Cortana með því að smella á leitartakkann (stækkunargler) sem neðst við hliðina á Windows takkanum og þar er smellt á stillingar sem eru efst til hægri og undir því er valið Quiet hours en undir því eru margar stillingar sem útskýra sig flestar sjálfar en helstar eru

 

 • Right Now:  Þarna er hægt að fá frið fyrir öllu strax
 • Automatic rules:   Þarna er hægt að stilla að Quite hours sé virkt á fyrirfram ákveðnum tíma, til dæmis yfir nóttina

 

Ef Automatic rules er valið þá er hægt að stilla hvenær þessar reglur eiga að vera virkar eins og til dæmis daglega frá miðnættis til 07:00 að morgni og til viðbótar hægt að láta Cortana virkja Quiet Hours þegar notandi er með viðburð/fund í dagatali sem skilgreint er svo (Busy).

 

Eins og með allar góðar reglur þá er hægt að gera undantekningar en þær kallast Breakthrough rules.

Calls:

Hér er hægt að fínstilla Quite Hour og hvernig Cortana fer með símtöl sem berast þegar Quite Hour er virkt

 

 • Hægt er að haka í reit sem hleypir símtölum í gegn ef einhver hringir tvisvar sinnum á þremur mínúndum.
 • Hægt er að haka í reit sem hleypir nánustu vinum (vinum, vinnu, fjölskyldu o.s.frv.)  í gegn en það kallast inner circle. Vitanlega þarf að skilgreina hver flokkast sem Inner Circle en þá er smellt á Edit Inner Circle. Það má þó taka fram að Cortana er nokkuð skörp og leggur til hverjir flokkast sem Inner Circle út frá eftirnafni, Facebook grúppum osfrv.

 

 

Texts:

Hér er stilla hvað gerist þegar SMS berast meðan Quite Hour er virkt.

 

 • Hægt er að skilgreina eins og í símtölum að hljóðmerki komi frá Inner Circle þegar þeir senda viðkomandi SMS
 • Hægt er að láta símtækið senda sjálfkrafa SMS (gerist bara á Inner Circle) á vini þar sem stendur:  “Hi, Jon is busy and may not respond right away. But if it’s urgent, just text back “Knock knock” and your message will break through. – Windows Phone auto-reply”. Þetta er snilld, nota þetta sjálfur.
 • Ekkert SMS gefur hljóðmerki meðan Quite Hour er virkt.

 

Heimild og frekari upplýsingar á WindowsPhone.com

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira