Heim MicrosoftWindows Mobile Setja MP3 sem hringitón

Setja MP3 sem hringitón

eftir Jón Ólafsson

Nú þegar styttist í jólinn vilja líklega margir velja sér gott jólalag sem hringitón, svona er það gert á Windows Phone símtækjum.

 

Það er hægt að sækja smáforrit í Store til að gera þetta en mér finnst einfaldast að gera þetta í gegnum tölvuna og miða þessar leiðbeiningar við það.

 

Fyrst skaltu tengja símtækið við tölvu og loka öllu sem er uppi eða kemur upp við að tengja símtækið.

Opnaðu Computer (My Computer) og smelltu á símtáknið sem er svipað þessu en athugaðu að það þarf ekki að standa Windows Phone hjá þér ef þú hefur skrírt símtækið einhvað annað.

1

 

Þar næst skaltu kafa niður í möppu sem heitir \Windows Phone\Phone\Ringtones  

Þar næst dregur þú einfaldlega lagið sem þú vilt færa á símann yfir í Ringtones möppuna.

 

2

 

Þá er lagið komið á símtækið og þarf því næsta bara að velja lagið sem hringitón en af Heimaskjá, strúka til vinstri og finna settings Settings > Ringtones+Sounds

Þegar þangað er komið er smellt á Ringtone og þar úr lista er hægt að velja jólalagið sem þú varst að bæta við hér að ofan.

 

wp_ss_20131201_0001 wp_ss_20131201_0002

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira