Heim MicrosoftWindows Mobile Svona notar þú Cortana á Íslandi

Svona notar þú Cortana á Íslandi

eftir Jón Ólafsson

Margir notendur Windows Phone þekkja eða hafa heyrt talað um Cortana en hún er aðstoðarkona Windows Phone notendenda, svipuð og Siri er fyrir iPhone og Google Now er fyrir Android tæki.

 

Hér er myndband frá Windows Central þar sem þeir bera saman þessar aðstoðarkonur.

 

 

Það er líklega sameiginlegt með þessum aðstoðarkonum að þær eru ekki virkar á íslensku og að það þurfi mögulega smá fikt til að gera þær virkar. Þetta er sem betur fer nokkuð einfalt í Windows Phone en í stuttu máli þá þarf símtækið að vera stillt á US eða allavega það landssvæði sem Cortana styður en þessar leiðbeiningar miða við US.

Stór kostur við að færa símtækið á US markað (að mínu mati) er sá að úrval forrita stóreykst í forritamarkaðnum en séríslensk forrit sjást þá ekki nema að þau séu gefinn út á alla markaði. Þetta skiptir þó ekki öllu máli þar sem það eru svo fá séríslensk forrit til í dag..

 

— Númer eitt:    Settings -> Region

Þar er Country/Region stillt á United States og Regional Format stillt á Icelandic

 

 

— Númer tvö:    Settings -> Language

Þar þarf English (United States) að vera efst og síðan er hægt að vera með Íslenska þar fyrir néðan.

Til að breyta röðun á túngumálum er smellt á og haldið inni á viðkomandi túngumáli þangað til valmöguleikar birtast (Move up/down)

 

 

— Númer þrjú:    Settings -> Speech

Þar undir Speech language er valið English (United States)..  mjög líklega þarf að hlaða þessum tungumálapakka niður en án hans virkar Cortana ekki.

Stundum þarf að fara aftur í Speech og smella á English (United States) til að hefja niðurhalið. Ef niðurhal fer ekki í gang þá er best að fara í Settings -> Phone Update og smella þar á Check for Updates/Update Now

 

 

— Númer fjögur:    Núna er sniðugt að endurræsa símtækið ef það gerist ekki í lið númer þrjú.

 

 

— Númer fimm:    Settings og strjúka frá hægri til vinstri til að fara á Applications listann en þar ætti Cortana að vera og þegar það er opnað þá er hægt að smella á ON.

 

 

— Ef Cortana virkar ekki þótt þú hafir fylgt þessum fimm skrefum hér að ofan þá er sniðugt að fara aftur í lið númer eitt og setja Regional Format í United States/Match Phone og endurræsa símtækið og prófa aftur. Það er hægt að breyta aftur í Icelandic eftir að Cortana er orðin virk.

 

Þetta ætti að duga til að virkja Cortana en ef ekki þá skaltu endilega láta okkur vita í athugasemdum hér að neðan.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira