Heim MicrosoftWindows Mobile Uppsetning á nýjum Windows síma

Uppsetning á nýjum Windows síma

eftir Jón Ólafsson

Varstu að fá þér nýjan Windows Phone síma og ertu ekki alveg viss um hvernig er best að setja hann upp?

Ef þú ert með Windows síma sem þú vill endursetja (strauja gögnin af honum) þá geturðu skoðað þessar leiðbeiningar.

 

Uppsetning á nýjum Windows síma er mjög einfalt ferli sem ég ætla að renna í gegnum í þessari færsu. Þetta á við um alla Windows 8 síma og að mesti leiti líka við um Windows 7 síma.

Áður en við hefjum leikinn skaltu

Það er í góðu lagi að kveikja á símanum, setja hann upp og nota þó svo að þú sért enn að fullhlaða þessa fyrstu 10-14 tíma.

Að setja upp símann eru 10 einföld skref sem ég fer í gegnum hér að néðan.

 

 

NR:1

Þessi gluggi ætti að vera sá fyrsti sem þú sérð en þarna er smellt á get started til að hefja uppsetninguna

uppsetning1

 

 

NR:2

Næst er tungumál valið og þar sem ekki er búið að þýða Windows Phone á Íslensku þá er líklegt að flestir velji English.

uppsetning2

 

 

NR:3

Næst er skemmtilegur valmöguleiki sem notendur verða að samþyggja ef þeir ætla að nota símann

uppsetning3

 

 

NR:4

Næst er hægt að sérsníða tækið að þörfum notenda en yfirleitt smelli ég á recommended í þessu vali

uppsetning4

 

 

NR:5

Hér er töluvert mikilvægt val en Country/Region segir símtækinu á hvaða markað hann sækir forrit. Vitanlega er ráðlegt að nota Icelandic þarna en einhverra hluta vegna þá nota ég UK markaðinn sjálfur.

 

uppsetning5

 

Með update 3 sem væntanleg er í lok árs (2013) þá bætist hér við valmöguleiki til þess að tengjast þráðlausu neti. Þetta verður góður kostur þar sem hægt er að endurheimta gögn, stillingar og forrit yfir WiFi í staðinn fyrir að nota 3G/4G

 

NR:6

Hér er annað mjög mikilvægt val, eitt það mikilvægasta að mínu mati. Það er hægt að nota Windows síma án þess að nota Microsoft notenda en án hans er notandi að missa af nokkrum stórum eiginleikum sem gera Windows síma sérstaka.

Með Microsoft notenda þá fær notandi sjálfkrafa

  • Aðgang að ókeypis 7GB skýasvæði á Microsoft Skydrive
  • Samstillingu á t.d. Office gögnum milli tölvu og síma
  • Afritun á ljósmyndum og myndböndum af síma > á SkyDrive > á tölvu notenda
  • Afritar símtækið, sms, stillingar o.s.frv. á Skydrive sem hægt er að nota til að endurheimta.

 

uppsetning6   uppsetning7

 

 

NR:7

Ef þetta er fyrsti Windows síminn þinn þá kemur þetta skref ekki en hér er hægt að setja símann upp af afriti sem Microsoft hýsir á Skydrive. Besta við að þetta er að viðkomandi afrit virkar á alla Windows síma, alveg sama hvort það er 20 þúsund króna Lumia 520 eða Lumia 1020 sem er núverandi flagskip Nokia.

uppsetning8

 

 

NR:8

Þetta er sjálfgefið val að mínu mati en með því að velja yes þá vista ég ljósmyndir á Skydrive ásamt SMS skilaboð og tek afrit af símanum á Skydrive.

uppsetning9

 

 

NR:9

Hér er óþarfa gluggi og bara smellt á next

uppsetning10

 

 

NR:10

Þetta er síðasti glugginn sem kemur upp á Nokia símtækjum og val notendans hvort hann taki þátt eða ekki. Ég hef valið bæði og eina sem ég hef rekið mig á er 1-2 spurning sem kemur í settings, spurt hvernig mér líkar við símann.

 

uppsetning11

 

Þar með er uppsetningarferlinu lokið og næstu líklegu skref notenda verða rakinn í nokkrum einföldum leiðbeiningum sem birtast út næstu viku.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

3 athugasemdir

Gretar 24/10/2013 - 13:50

Sæll. Get ég keypt forrit ef ég stilli á Country/Region uk ?

Reply
Lappari 24/10/2013 - 13:53

Sælir

Ég er með á UK og get sótt allt ókeypis ásamt því að kaupa öpp líka.
Var smá tíma að fatta hvernig ég setti visa kortið inn en þegar það var komið þá er þetta mjög einfalt.

Reply
Gretar 24/10/2013 - 15:40

Klassi kíki á þetta

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira