Þá er komið að glóðheitu afpökkunarmyndbandi en núna erum við með LG G2 prófunum sem endar vonandi í allsherjar umfjöllun innan skamms. Það voru vinir okkur hjá Símanum sem lánuðu okkur þennan og því um að gera að koma með eitt stykki afpökkunar (unboxing) myndband. Þetta er nokkuð eðlilegt myndband núna en það er hin 9 ára Tinna Rún sem leikstýrði, lék aðalhlutverkið og sá um lagaval en eina skilyrðið var að lagið yrði að vera íslenskt.

Hún Tinna Rún valdi lagið Dýrin á Diskó af disknum Diskóeyjan.

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir