Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Hulda Kristín Guðmundsdóttir

Föstudagsviðtalið – Hulda Kristín Guðmundsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 30 í röðinni. Markmiðið er að tala við venjulegt fólk, harða nörda sem sviðsljósið skín sjaldan á sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn að þessu sinni er þungarviktarmaður í íslenska Microsoft heiminum og í raun og veru hálf skammarlegt að ég sé ekki búinn að taka þetta viðtal miklu fyrr. Ég kynntist Huldu fyrst þegar ég fór á Microsoft Partner ráðstefnu í Texas 2007 (minnir mig) en Hulda er með puttann á púlsinum varðandi flest allt sem snýr að Microsoft og hafsjór af fróðleik sem gott er að sækja í. Þeir sem hafa þurft að leita til hennar hvort sem það er varðandi Microsoft eða bara eitthvað annað vita að til hennar er þægilegt að leita og kemur maður aldrei að tómum kofanum þar.

En jæja gefum Huldu orðið.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Hulda Kristín Guðmundsdóttir, uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur, með viðkomu á Seltjarnarnesi, USA og Svíþjóð. Í seinni tíð hef ég búið lengst af í Kópavogi, en er nú aftur staðsett í fögru Reykjavíkurborg.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef seinustu árin unnið hjá Microsoft og er í dag SMB&D Segment Lead (Small Medium Business and Distribution) sem útleggst sem „Sölustjóri millistórra & smærri fyrirtækja“. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf þar sem ég vinn með samstarfsaðilum og dreifingaraðilum Microsoft sem þjónusta þennan markað á Íslandi. Þetta er frábær hópur af fólki, plús dagleg alþjóðleg samskipti við samstarfsfólk sem er staðsett víða um heiminn. Staðsetningin skiptir ekki máli því Microsoft tæknin reddar því.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Windows síminn vekur mig og með morgunkaffinu byrja ég á því að kíkja á fréttir og veður, en ég er með allt eins framsett í Windows 8.1, þannig að það skiptir ekki máli hvaða tæki ég vel. Fyrir utan símann er ég með Surface og Lenovo X1 Carbon með snertiskjá, semsagt ég skoða líka hvernig dagurinn lítur út í Outlook og svara nokkrum tölvupóstum. En fyrir þá sem sjá þetta ekki alveg fyrir sér er þetta bæði á youtube og heimasíðunni okkar. Yfir vinnudaginn er ég venjulega á „fundaflakki“, annað hvort á skrifstofu Microsoft, hjá samstarfsaðilum eða „on-line“ heima. Ef ég rek augun í eitthvað sem vekur spurningar þá opna ég IE11 vafra og Binga það.

 

Lífsmottó?

hulda1

 

Wham eða Duran Duran?

Ég átti eyrnalokka þegar ég var lítil, annar var með mynd af George Michael og hinn Andrew Ridgeley…say no more! Ha ha en mér fannst Duran Duran síðar æði og fór á tónleikana þegar þeir komu til Íslands, hrikalega skemmtilegt reunion! 🙂

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows 8.1

 

Hvernig síma ertu með í dag?

HTC 8x

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Léttur, nettur, endalaust batterí + liturinn, en ég á bíl og skó í stíl

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Myndavélina

 

Í hvað notar þú símann mest?

Outlook, Office365, Lync, Skype, Bing

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Motorola

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ekki spurning, Nokia Lumia 1020, mér finnst hann geðveikislega töff og myndavélin er ROSALEG, einmitt það sem mig vantar.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

lappari.com auðvitað, channel9, technet og er svo alltaf á yammer.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

hulda2

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira