Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Heiða Gunnarsdóttir

Föstudagsviðtalið – Heiða Gunnarsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 27 í röðinni. Markmiðið er að tala við venjulegt fólk, harða nörda sem sviðsljósið skín sjaldan á sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum og leyfa þeim að segja aðeins frá sér. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur en þetta er síðasta viðtal ársins.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er sveitastelpa að norðan. Fædd og uppalin í Hlíð á Ólafsfirði alveg guðdómlegum stað.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er vefstjóri Advania og sé um rekstur á vefjum fyrirtækisins. Við erum með íslenskan vef www.advania.is. Hann skiptist í grófum dráttum niður í almennan efnisvef, vefverslun og mínar síður sem er þjónustuvefur fyrir viðskiptavini Advania. Svo er það lítill advania.com vefur og innri vefurinn okkar „Velkomin“ sem er fyrir starfsmenn fyrirtækisins.
Ég er búin að vinna hjá Advania síðstu 13 árin og er dæmi um starfsmann sem hefur þróast fram og til baka í starfi. Ég byrjaði fyrst í kennslu. Kenndi á Orra (viðskiptahugbúnaður) og síðan vann ég við uppsetningu og ráðgjöf á því kerfi all lengi. Núna einbeit ég mér eingöngu að vefmálum, vefþróun, ritstýringu, nýþróun, prófunum og öllu því sem tengist vefjum Advania.

Ég hef einnig unnið við námsráðgjöf og kennslu. Ég er mikill söngfugl hef sungið í kór síðan ég var lítil.

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Þegar maður er að vinna hjá Advania þá eru engir dagar venjulegir. Ég er staðsett á Markaðssviði og þar er oft handagangur í öskjunni og mikið um að vera.

 

Lífsmottó?

Fara í gegnum lífið með bros á vör og njóta hvers dags.

Wham eða Duran Duran?

Ertu ekki að grínast með þessa spurningu?

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows í vinnunni en Linux heima.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með hörmulegan HTC síma.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Það eru engir kostir við þennan síma.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Hann er gamall og ég og hann eigum ekki samleið mikið lengur. Hann þarf stöðugt að vera í hleðslu.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  • Hringja
  • Senda og taka á móti sms
  • Hlusta á tónlist
  • Endomondo, út að hlaupa
  • Hlusta á tónlist
  • Vafra á netinu

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia eitthvað svakalegt dæmi, ég man ekki hvaða tegund.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Samsung Galaxy S4. Ég á vona á því að hann verið í jólapakkanum frá eiginmanninum. ( hvað Hafþór, blink, blink)

Lappari: Þetta viðtal átti að birtast fyrir jól en náðist því miður ekki en við treystum á að Hafþór hafi reddað henni Heiðu  🙂

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Njótið lífsins og hættið þessu stressi. Gleðileg jól.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira