Haraldur Helgi er hér mættur aftur með glóðheitt afpökkunarmyndband en hann er núna kominn með Galaxy Note 3 í prófanir sem endar vonandi í allsherjar umfjöllun innan skamms. Það voru vinir okkur í emobi sem lánuðu okkur þennan og því um að gera að koma með eitt stykki afpökkunar (unboxing) myndband.

Þetta er furðulega “eðlilegt” myndband frá Halla sem hefur greinilega æft sig aðeins með dúkahnífinn síðan hann opnaði HTC One.

Að vanda verður afpökkunin með íslensku þema en um tónlistina að þessu sinni sjá snillingarnir í Tvíhöfða sem flytja hitt stórbrotna lag sitt “I Miss My Bitch”.

 

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir