Microsoft tilkynntu í dag um nokkuð stóra uppfærslu fyrir Windows Phone 8. Þessi uppfærsla heitir Update 3 (GDR3) og kemur í kjölfar GDR2 sem kom undir lok sumars en þetta er síðasta stóra uppfærsla fyrir Windows Phone 8.1 sem kemur líklega fljótlega 2014.

Þessi uppfærsla kemur til með að færa WP8 inn á Phablet markaðinn með aukavirkni og Full HD 1080p upplausn fyrir 5-6″ tæki. Uppfærslan kemur til með að verða aðgengileg fyrir notendur á næstu mánuðum.

Það eru þrjár leiðir til að fá GDR3

 1. Bíða þangað til uppfærsla verður tilbúin fyrir tækið þitt sem er ráðlögð leið
 2. Kaupa Nokia tæki sem verða kynnt 22. okt en sem dæmi þá kemur Lumia 1520 með GDR3
 3. Skrá þig sem Developer á App Studio síðu (er ókeypis) og fá þannig aðgang að Preview appi í Store

ATH
Þetta er Preview útgáfa eins og er….  ekki lokaútgáfa…
Rétt er að vara við því að virkni getur verið takmörkuð eða biluð í Preview útgáfum

 

 

Lapparinn er vitanlega Developer og því með aðgang að appi í store sem gerir þessa uppfærslu mögulega. Ég hef prófað öll þessi venjulegu öpp sem ég nota og virka þau án vandræða sem er ekki sjálfsagt þar sem um Preview er að ræða.

 

Þessi uppfærsla kemur með nokkrar nýjungar sem notendur hafa verið að biðja um á

 • GDR3 bætir 18 mánuðum við líftíma WP8.0
 • HD Upplausn fyrir stærri skjái
 • 1080p upplausn sem gerir ma. mögulegar fleiri Live Tiles á heimaskjá en innbyggð öpp eru uppfærð þannig að þau geti nýtt stærri skjái
 • Stuðningur fyrir fjórkjarna örgjörva
 • Ökustilling (Driving Mode) sem vikar þannig að hægt er að svara símtölum eða SMS sjálfkrafa með fyrirfram skrifuðum skilaboðum. Ásamt því að tilkynningar frá hinum ýmsu öppum eru hljóð (silent)
 • Stór og góð uppfærsla af tólum fyrir þá sem sjón- eða heyraskerta
 • Einfaldari uppsetning þegar internet tengingu símans er deilt með annari tölvu (eins og farið er yfir hér) en þá þarf ekki lengur að slá inn WebKey til að virkja
 • Núna er hægt að láta tengiliði fá sérstaka hringingu og sérvalið hringingu fyrir símtöl, sms, tpóst, eða áminingar.
 • Það er hægt að læsa veltivirkni (Screen rotate lock) sem ég er búinn að bíða eftir
 • Betri nýting og stjórn yfir skjalakerfi og þá sérstaklega því sem er skráð sem “Other”
 • Hægt að loka forritum í multitask skjá en það kemur X á appi sem smellt er á til að loka því.
 • Aðgangur að WiFi uppsetningu símtækja. Þetta var ekki möguleiki áður og frum uppsetning símtækja var alltaf yfir 3G/4G áður en núna verður hægt að gera yfir WiFi

 

Ég mun taka þetta betur saman á næstu dögum

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir